Gæðastefna Kópavogsbæjar

Í gæðastefnu Kópavogsbæjar hefur bæjarstjórn sett fram stefnu sem hæfir tilgangi og samhengi þess umhverfis sem bæjarfélagið starfar í, styður við og endurspeglar strategísk áform þess.

Gæðastefnan er rýnd og samþykkt árlega af bæjarstjórn og er um leið undirstaðan fyrir stjórnunarkerfi gæða sem einnig er rýnt og vottað árlega samkvæmt ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum.

Gæðastefnan skapar þannig bæjarfélaginu umgjörð til að setja gæðamarkmið og felur í sér skuldbindingu til að uppfylla viðeigandi kröfur sem til þess eru gerðar m.a. samkvæmt lögum og reglum, öðrum kröfum og samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Gæðastefnan felur jafnframt í sér skuldbindingu um að vinna að sífelldum umbótum þjónustunnar sem bæjarfélagið veitir.

Skoða Gæðastefnu Kópavogsbæjar á PDF

Síðast uppfært 17. ágúst 2021