Menningarstefna

Tilgangur menningarstarfs Kópavogsbæjar er að auka lífsgæði Kópavogsbúa á öllum aldri með fjölbreyttu menningar- og listalíf , fræðslu og miðlun vísinda. 

Öflugt og fjölbreytt starf í menningu og listum styrkir bæjarbrag, eykur víðsýni, örvar samfélagið í heild og þar með efnahagslega framþróun þess. Síðast en ekki síst ýtir það undir jákvæða ímynd bæjarins og laðar að nýja íbúa og um leið innlenda jafnt sem erlenda gesti. 

Kópavogsbær býr til frjóan jarðveg sem stuðlar að virkri listsköpun og auðveldar lista- mönnum að skapa viðburði og upplifanir sem Kópavogsbúar, íbúar höfuðborgarsvæðisins, aðrir landsmenn og erlendir ferðamenn geta notið.

Skoða Menningarstefnu á PDF sniði

Síðast uppfært 24. febrúar 2021