Félagsstarf eldri borgara

Félagsstarf eldri borgara er mjög öflugt í Kópavogi og fer fram í þremur félagsmiðstöðum.

Opnunartími félagsmiðstöðvanna er frá 1. sept - 31. maí 8:30 - 16:30 en frá 1. júní - 31. ágúst er opnunartíminn 8:00 - 16:00

Í Gjábakka er hárgreiðslustofa og er síminn þar 441 9914 eða 863 2439.

Ýmis fjölbreytt og skipulögð dagskrá er í boði yfir vetrarmánuðina.

Í Kópavogi eru reknar þrjár félagsmiðstöðar fyrir eldri borgara þar sem fram fer fjölbreytt og fræðandi félagsstarf.

  1. Boðinn Boðaþingi 9, sími 441 9900. Farsími 665 2923
  2. Gjábakki Fannborg 8, sími 441 9900. Farsími 665 2923
  3. Gullsmári Gullsmára 13, sími 441 9900. Farsími 665 2923

Félagsmiðstöðvarnar eru opnar fólki á öllum aldri óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki, búsettu í Kópavogi.

Forstöðumaður yfir starfi félagsmiðstöðanna er: Stefán Arnarson.
Netfang: stefan.arnarson(hjá)kopavogur.is eða síma 441 9900

Frekari upplýsingar um félagsstarf eldri borgara í Kópavogi má einnig finna á heimasíðu Félag eldri borgara í Kópavogi (FEBK) sjá síðu hér

Síðast uppfært 03. júní 2024