Heimsendur matur

Þau sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálf né komist ferða sinna hjálparlaust geta fengið heimsendan mat alla daga vikunnar.

Sótt er um heimsendan mat í þjónustugátt. Einnig er hægt að skila inn skriflegri umsókn í þjónustuver Kópavogsbæjar.

Maturinn er afgreiddur í bökkum og er keyrður heim til viðkomandi um hádegisbil.

Pöntun og-eða afpöntun þarf að berast fyrir kl 15:00 mánudaga - fimmtudags en á föstudögum fyrir kl 11:30
Heimsendur matur er einungis ætlaður heimilismönnum.

Matseðil fyrir heimsendan mat má sjá hér

Verðskrá á heimsendum mat:

  • Máltíð kr. 1.200 kr
  • Akstur kr. 467 kr

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má fá hjá velferðarsviði í tölvupósti eða í síma 441 0000.

Síðast uppfært 03. júní 2024