Deiliskipulag Vatnsendahvarfs

Um 500 íbúðir alls í sérbýli og fjölbýli munu rísa í nýju hverfi á Vatnsenda samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. 

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 ha og liggur að mörkum fyrirhugaðs Arnarnesvegar, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun og þjónustu. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 500 íbúðum alls í sérbýli (einbýli, raðhús/parhús), klasabyggingum og fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara.

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 14.11.2023 að undangenginni samráði og kynningu.

Breyting á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs vegna breyttrar staðsetingar dreifistöðva rafmagns.

Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2024 var lögð fram umsókn Veitna um breytingu á staðsetningu dreifistöðva rafmangs á skipulagssvæðinu. Í breytingunni felst tilfærsla og breyting á staðsetningu og fjölda dreifistöðva. Auk breyttrar staðsetningar verður stöðvum fækkað úr sex í fjórar.

Skipulagsráð samþykkti breytinguna. Á fundi bæjarstjórnar þann 23. apríl 2024 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Breytingaruppdráttur dags. 23. apríl 2024.

Uppdráttur uppfærður 1. nóvember 2023.

Skýringaruppdráttur uppfærður 1. nóvember 2023.

Greinargerð deiliskipulags uppfærð 1. nóvember 2023.

Greinargerð - fylgiskjöl deiliskipulags. Fyrri hluti.

Greinargerð - fylgiskjöl deiliskipulags. Seinni hluti.

Umhverfismat uppfært 21. júní 2023.

Umsögn skipulagsdeildar dags. 2. nóvember 2023

Yfirlit yfir fylgiskjöl umsagnar 1-23.

Umsögn, fylgiskjöl 1-10.

Umsögn, fylgiskjöl 11-17.

Umsögn, fylgiskjal 18. Fyrri hluti.

Umsögn, fylgiskjal 18. Seinni hluti.

Umsögn, fylgiskjöl 19-23.

Síðast uppfært 30. apríl 2024