Ásbraut 3-5

Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar byggingartæknifræðings dags. 8. apríl 2021 hf. húsfélagsins í Ásbraut 3-5. Á lóðinni er staðsteypt fjölbýlishús á 4 hæðum, byggt árið 1960. Í breytingunni felst að komið verði fyrir svölum á þeim þremur íbúðum í hvorum stigagangi sem ekki eru þegar með svalir og munu þær þjóna tilgangi björgunarsvala. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 8. apríl 2021. 

Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ásbrautar 7-9. 

Kynning hefst 21. maí 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 12:00 föstudaginn 25. júní 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Ásbraut 3-5
Tímabil
21. maí 2021 - 25. júní 2021