Borgarholtsbraut 3

Á fundi skipulagsráðs 21. júní 2021 var lagt fram erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings  fh. lóðarhafa þar sem sótt er um að byggja við húsið til suðurs og upp að bílageymslu til austurs, útbúa stærri svalir ofaná og bæta við kvist á 2. hæð til samræmis við kvist á sömu hlið. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að breyta stigahússglugga og klæða húsið með flísaklæðningu í ljósum lit. Sótt er einnig um að fá óskráðan bílskúr samþykktan, 70m², sem byggður hefur verið eftir samþykktum teikningum frá 2008. Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 554m². Skv. fasteignaskrá eru 2 íbúðir skráðar - samtals 133.2m². Íbúðastærð og bílskúr, samtals núverandi stærð er 226m² samkv. fasteignaskrá. Sótt er um að stækka húsið um 45,5m² frá núverandi stærð, eftir breytingu mun húsið verða 271,5m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,40. Eftir breytingu verður nýtingarhlutfallið 0,49.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 1, 5, 7, 9, 11 og 11a, Skjólbraut 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Kynning hefst 29. júlí 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 1. september 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

 

Borgarholtsbraut 3
Tímabil
29. júlí 2021-1. september 2021