Listahátíðin Cycle

Alþjóðlega listahátíðin Cycle fer fram í þriðja sinn dagana 1. - 24. september. Cycle  varð til sem vettvangur fyrir samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar og myndlistar, þar sem listamönnum gefst kostur á að ræða saman, gera tilraunir og læra hver af öðrum. Hátíðin sjálf er tímabundinn rannsóknarvettvangur sem dregur að sér mismunandi áhorfendahópa og miðlar list í gegnum ramma þeirra menningarstofnana sem fyrir eru á svæðinu, auk þess að nýta almenningsrými í von um að ná eyrum og vekja forvitni sem flestra.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar en drög af dagskrá hátíðarinnar má sjá á  heimasíðu Cycle.