Umhverfisviðurkenningar

Ertu með auga fyrir umhverfinu?

Umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar eru veittar þeim sem taldir hafa skarað fram úr í hönnun, frágangi og viðhaldi umhverfis og húsa eða þeim sem markvisst vinna að því að betrumbæta umhverfi sitt og annarra. 

Kópavogsbær óskar eftir tilnefningum frá íbúum um hver skal hljóta viðurkenningu ársins 2025. Viðurkenningarnar verða veittar af Skipulags- og umhverfisráði.

Vinsamlegast tilgreinið fyrir hvað er tilnefnt, til dæmis umhirðu húss og lóðar, endurgerð húsnæðis, hönnun, fallegan frágang lóðar. Athugið að bæði er átt við sérbýli og fjölbýli. 

Hægt er að skoða fyrri viðurkenningarhafa hér.

Getur verið heimilisfang, einstaklingur, félagssamtök eða annað.
Stuttur rökstuðningur þarf að flylgja hér.