Afgreiðslur byggingarfulltrúa

145. fundur 19. febrúar 2015 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1405434 - Dimmuhvarf 19a, byggingarleyfi.

Magnús Arngrímsson og Katrín Inga Geirsdóttir, Fífulind 13, Kópavogi sækja um leyfi til gera breytingar á glugga að Dimmuhvarfi 19a.
Teikn. Bent Larsen Fróðason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. febrúar 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1502694 - Vallakór 6, byggingarleyfi.

SS hús ehf., Lambahagavegi 25, Reykjavík sækir um leyfi til byggja fjölbýlishús að Vallakór 6.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. febrúar 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.