Afgreiðslur byggingarfulltrúa

178. fundur 21. janúar 2016 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.16011115 - Landsendi 11-13, byggingarleyfi.

Pólstjarnan ehf., Búðarflöt 1, Álftanes sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Landsendi 11-13.
Teikn. Sveinn Ívarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. janúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1510607 - Laufbrekka 26, byggingarleyfi.

S.S. smíði, Fjallalind 77, Kópavogi og H.P. Raf, Tjarnastíg 1, Seltjarnarnes sækir um leyfi til að skipta neðri hæðinni í tvö rými að Laufbrekku 26.
Teikn. Hildur Bjarnadóttir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. janúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1512124 - Þverbrekka 8, byggingarleyfi.

AKTA Hús ehf., Akralind 5, Kópavogi sækir um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í fjölbýlishús að Þverbrekku 8.
Teikn. Sveinn Ívarsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 21. janúar 2016 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.1601593 - Ögurhvarf 4, byggingarleyfi.

G.G. hús ehf., Aflakór 23, Kópavogi sækir um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Ögurhvarfi 4.
Teikn. Stefán Hallsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. janúar 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.