Með bréfi byggingarfulltrúa dags. 3. ágúst 2012 ásamt greinargerð byggingarfulltrúa dags. 3. ágúst 2012 til eiganda húseignarinnar að Dalaþingi 4 var óskað eftir framkvæmdaáætlun, sem byggingarfulltrúi telur ásættanlega, um hvenær fyrirhugað er að hefja og ljúka framkvæmdum við breytingu og lækkun þaksins að Dalaþingi 4 í samræmi við teikningu sem samþykkt var í byggingarnefnd Kópavogs 8. janúar 2009. Gefinn var frestur til 21. ágúst 2012 og jafnframt var eiganda gefinn kostur á að koma að athugasemdum um málið í samræmi við 13. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Jafnframt boðaði byggingarfulltrúi að samþykktar yrðu dagsektir kr. 30.00 á dag ef þessu yrði ekki sinnt innan tilskilins frests.
Eigandi hefur ekki skilað umræddri framkvæmdaáætlun né nýtt sér andmælarétt í málinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. september 2012.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.