Afgreiðslur byggingarfulltrúa

55. fundur 04. september 2012 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl
Dagskrá

1.1208682 - Hagasmári 1, rými U-235, umsókn um byggingarleyfi.

Miðbaugur ehf., Akralind 8, Kópavogi sækja 29. ágúst 2012 um leyfi til að gera breytingar á rými U-235 að Hagasmára 1.
Teikn. Guðrún Valdís Guðmundsdóttir.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. september 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1207537 - Hamraborg 12 og 14a, umsókn um byggingaleyfi

Sjúkraþjálfun Kópavogs ehf., Hamraborg 12, Kópavogi sækja 24. júlí 2012 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Hamraborg 12 og 14a.
Teikn. Ingunn H. Hafstað.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. september 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1206384 - Nýbýlavegur 26, umsókn um byggingarleyfi.

NY19 ehf., Jafnakur 1, Garðabæ sækja 15. júní 2012 um að gera breytingar á innra skipulagi að Nýbýlavegi 26
Teikn. Friðrik Friðriksson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 27. ágúst 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.901156 - Dalaþing 4.

Með bréfi byggingarfulltrúa dags. 3. ágúst 2012 ásamt greinargerð byggingarfulltrúa dags. 3. ágúst 2012 til eiganda húseignarinnar að Dalaþingi 4 var óskað eftir framkvæmdaáætlun, sem byggingarfulltrúi telur ásættanlega, um hvenær fyrirhugað er að hefja og ljúka framkvæmdum við breytingu og lækkun þaksins að Dalaþingi 4 í samræmi við teikningu sem samþykkt var í byggingarnefnd Kópavogs 8. janúar 2009. Gefinn var frestur til 21. ágúst 2012 og jafnframt var eiganda gefinn kostur á að koma að athugasemdum um málið í samræmi við 13. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Jafnframt boðaði byggingarfulltrúi að samþykktar yrðu dagsektir kr. 30.00 á dag ef þessu yrði ekki sinnt innan tilskilins frests.
Eigandi hefur ekki skilað umræddri framkvæmdaáætlun né nýtt sér andmælarétt í málinu.

Byggingarfulltrúi leggur því til 4. september 2012 við bæjarstjórn Kópavogs í samræmi við heimild í 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 að samþykkja dagsektir kr. 30.000 á dag frá og með samþykkt bæjarstjórnar þar til framkvæmdaáætlun hefur verið lögð fram um hvenær fyrirhugað er að hefja og ljúka framkvæmdum við breytingu og lækkun þaksins að Dalaþingi 4 í samræmi við teikningu sem samþykkt var í byggingarnefnd Kópavogs 8. janúar 2009.

Þegar framkvæmdaáætlun liggur fyrir, sem byggingarfulltrúi telur ásættanlega, þá mun byggingarfulltrúi leggja til samþykkt dagsekta frá þeim tíma sem verklok eiga að vera, ef ekki verður staðið við skilgreind verklok.

Fundi slitið - kl. 08:30.