Afgreiðslur byggingarfulltrúa

170. fundur 29. október 2015 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1509468 - Bæjarlind 5, byggingarleyfi.

Fagsmíði ehf., Kársnesbraut 98, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja fjölbýlishús að Bæjarlind 5.
Teikn: Ögmundur Skarphéðinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1506961 - Hrauntunga 62, byggingarleyfi.

Óskar Ólafur Arason, Hrauntunga 62, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja viðbyggingu að Hrauntungu 62
Teikn: Sigurður Hallgrímsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 29. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1504690 - Kársnesbraut 19, byggingarleyfi.

Byggingarfélag Breki, Lækjarfit 21, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja fjölbýlishús að Kársnesbraut 19.
Teikn: Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar umsókninni 29. október 2015 með tilvísun í afgreiðslu skipulagsnefndar 5. október 2015 og með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.1510702 - Melgerði 34, byggingarleyfi.

Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Melgerði 34, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að byggja viðbyggingu að Melgerði 34.
Teikn: Jón G. Magnússon.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 29. október 2015 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið.