Afgreiðslur byggingarfulltrúa

347. fundur 22. júní 2022 kl. 15:00 - 16:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Smári Magnús Smárason skipulagssvið
  • Jens Karl Bernharðsson starfsmaður tæknisviðs
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
  • Þórólfur Óskarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Halldórsson
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.22031698 - Skólagerði 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Trausti Þór Friðriksson, Skólagerði 46, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu-sólskála 29,1 m2 að stærð með einhalla þaki.
Teikning: Ivar Hauksson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. júní 2022. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.22052175 - Hæðasmári 4-6 4R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Landakot fasteignafélag, sækir um breytingu á gluggafronti móti suðaustri í rými 0101 á Hæðasmára 4.
Teikning: Kristján Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. júní 2022. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

3.2205879 - Sunnusmári 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

ÞG Smári ehf, sækir um breytingu á þegar samþykktri framkvæmd við Sunnusmára 1-17. Um er að ræða breytingar á fyrirkomulagi á geymslum í kjallara og uppfærslur á skráningartöflum.
Teikning: Björn Guðbrandsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. júní 2022. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

4.22052768 - Naustavör 11, byggingarleyfi.

Naustavör 11, sækir er um leyfi fyrir svalaskýlum úr gleri á svalir og þaksvalir, létt þak yfir þar sem þarf, úr sama efni.
Teikning: Guðmundur Gunnlaugsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. júní 2022. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

5.2205321 - Dimmuhvarf 9B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Sigurður Guðmundsson, sækir um leyfi fyrir breytingum á palli/tröppum við aðalinngang og skráningartafla endurnýjuð og leiðrétt.
Teikning: Helgi Hafliðason
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. júní 2022. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

6.1811534 - Dimmuhvarf 7A, byggingarleyfi

Ester Halldórsdóttir sækir um breytingu á grunnhæð. Nýjar reyndarteikningar vegna lokaúttektar.
Teikning: Kristinn Ragnarsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 22. júní 2022. Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 16:00.