Afgreiðslur byggingarfulltrúa

86. fundur 02. júlí 2013 kl. 09:00 - 09:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1212305 - Austurkór 67, byggingarleyfi.

Hús fjárfestinga, Jórsalir 7, Kópavogi sækja um 27. desember 2012 um leyfi til að minnka húsið að Austurkór 67.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 2. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1304447 - Álmakór 19, byggingarleyfi.

Kristján H. Ragnarsson og Kristjana U. Gunnarsdóttir, Lautasmára 22, Kópavogi, sækja 23. apríl 2013 um leyfi til að byggja einbýlishús að Álmakór 19.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 2. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1301369 - Faxahvarf 2, byggingarleyfi.

Hulda K. Sigmarsdóttir, Faxahvarfi 2, Kópavogi, sækir 26. júní 2013 um leyfi til að breyta innra skipulagi að Faxahvarfi 2.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 2. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1305573 - Nýbýlavegur 4, byggingarleyfi.

Hömlur ehf., Austurstræti 11, Reykjavík sækja 25. júní 2013 um leyfi til að breyta brunavörnum í húsnæði Lyfju að Nýbýlavegi 4.
Teikn. Elín Kjartansdóttir

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 2. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1307097 - Sandskeið stöðuleyfi

Svifflugfélag Íslands sækir samkvæmt bréfi 21. júní 2013 um stöðuleyfi fyrir 3 skúrum á svæði félagasins á Sandskeiði.

Byggingarfulltrúi hafnar erindinu 2. júlí 2013 þar sem umræddir skúrar falla ekki undir skilgreiningu greinar 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/212.

6.1306732 - Þorrasalir 27, byggingarleyfi.

Jón Guðmundur Ottósson, Þorrasölum 27, Kópavogi, sækir 25. júní 2013 um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús að Þorrasölum 27.
Teikn. Sigurður Hafsteinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 2. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 09:30.