Afgreiðslur byggingarfulltrúa

167. fundur 08. október 2015 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1510112 - Austurkór 65, byggingarleyfi

Túnfljót ehf., Bjarmalandi 1, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að gera svalalokun á íbúð 404 að Austurkór 65.
Teikn: Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1509906 - Dalvegur 26, byggingarleyfi.

HD verk ehf., Smárarima 4, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að breyta húsnæði í gistiheimili að Dalvegi 26.
Teikn: Jón Davíð Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 8. október 2015 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.1509629 - Hrauntunga 44, byggingarleyfi.

Ásgerður I. Magnúsdóttir, Hrauntungu 44, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að bæta hurð í útvegg, hreinsa úr sökkulrými. Rýmið verður köld útigeymsla.
Teikn: Jón Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1509909 - Núpalind 1, byggingarleyfi.

1982 ehf, Hlíðarsmára 2, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að gera breytingar á gluggum og innra skipulagi að Núpalind 1.
Teikn: Stefán Hallsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1307274 - Nýbýlavegur 20, byggingarleyfi.

Barki ehf., Nýbýlavegi 22, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að hækka þak og gera flóttasitga að Nýbýlavegi 20.
Teikn: Hildur Bjarnadóttir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1509776 - Skemmuvegur 2a, byggingarleyfi.

BYKO ehf., Skemmuvegi 2A, Kópavogi, sækir um leyfi fyrir að bæta við flóttaleið og breytingum á innra skipulagi að Skemmuvegi 2A.
Teikn: Einar Ólafsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

7.1502549 - Vallakór 16, byggingarleyfi.

Kópavogsbær, Fannborg 2, sækir um leyfi fyrir að gera nýjan inngang í norðurhluta ásamt nýjum útistiga og brú norðan við aðalinngang að Vallakór 16.
Teikn: Jakob E. Líndal.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. október 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.