Afgreiðslur byggingarfulltrúa

138. fundur 04. desember 2014 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Jóhannes Pétursson
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1412123 - Akurhvarf 16, byggingarleyfi

Valgerður F. Baldursdóttir, Akurhvarfi 16, Kópavogi sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og fá samþykktar reyndarteikningar að Akurhvarfi 16.
Teikn. Finnur Björgvinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1209271 - Álmakór 7a og 7b, umsókn um byggingarleyfi.

Húseik ehf, Bröttutungu 4, Kópavogi sækir um leyfi til að breyta skyggni yfir anddyri og bílskúr að Álmakór 7a og 7b.
Teikn. Rikharður Oddsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1209207 - Álmakór 9a og 9b, umsókn um byggingarleyfi.

Húseik ehf, Bröttutungu 4, Kópavogi sækir um leyfi til að breyta skyggni yfir anddyri og bílskúr að Álmakór 9a og 9b.
Teikn. Rikharður Oddsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1412120 - Bæjarlind 2, byggingarleyfi

Eik fasteignafélag, Álfheimum 74, Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingastað að Bæjarlind 2.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1412122 - Fagrabrekka 15, byggingarleyfi

Sveinn Sigurðsson Fögrubrekku 15, Kópavogi sækir um leyfi til að stækka þakkant, afmarka verönd og steypa vegg í lóðarmörkum að Fögrubrekku 15.
Teikn. Gunnar Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1407250 - Langabrekka 25, byggingarleyfi.

Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir Löngubrekku 25, Kópavogi sækir um leyfi til að stækka húsið til vesturs að Löngubrekku 25.
Teikn. Helga Guðrún Vilmundardóttir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

7.1304086 - Austurkór 98, byggingarleyfi.

Baldur Jónsson ehf. Grænahjalla 28, Kópavogi sækir um leyfi aðlaga bílskúr að hæðarkótum að Austurkór 98.
Teikn. Stefán Hallsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

8.1409022 - Smáratorg 3, byggingarleyfi.

Eik fasteignafélag Álfheimum 74, Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi á 13. hæð að Smáratorgi 3.
Teikn. Björn Guðbrandsson
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. desember 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.