Afgreiðslur byggingarfulltrúa

108. fundur 11. mars 2014 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Einar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1403139 - Austurkór 57, byggingarleyfi.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, Háahlíð 16, Reykjavík sækir 6. mars 2014 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Austurkór 57.
Teikn. Aðalsteinn V. Júlíusson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1211383 - Austurkór 96, umsókn um byggingarleyfi.

Upp-sláttur ehf., Viðarási 79, Reykjavík sækir 24. janúar 2014 um leyfi til að minnka geymslur og stækka íbúð, og fleiri breytingar að Austurkór 96.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1304447 - Álmakór 19, byggingarleyfi.

Kristján Hjálmar Ragnarsson og Kristjana Una Gunnarsdóttir, Lautasmári 22, Kópavogi sækir 4. mars 2014 um leyfi til að hækka gólfkóta um 30 cm að Álmakór 19.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.14021126 - Dimmuhvarf 9b, byggingarleyfi.

Helga Salbjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Guðmundsson, Stekkholti 8, Selfoss sækir 26. febrúar 2014 um leyfi til að byggja einbýlishús að Dimmuhvarfi 9b.
Teikn. Helgi Hafliðason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1401942 - Hamraborg 14a, byggingarleyfi.

Áfengi og tóbak ehf., Njálsgata 23, Reykjavík sækir 21. janúar 2014 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Hamraborg 14a.
Teikn. Benjamín Magnússon.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1210519 - Lundur 2-6, umsókn um byggingarleyfi.

Bygg ehf., Borgartúni 31, Reykjavík sækir 5. mars 2014 um leyfi til að bæta við svalaskýli og heitur pottur færður til að Lundur 2-6.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 11. mars 2014.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið.