Með tilvísun í 4. lið í fundargerð bæjarstjórnar 10. maí 2011 leggur byggingarfulltrúi fyrir eiganda hússins að Vindakór 2-8 að leggja nú þegar fram framkvæmdaáætlun og útboðslýsingu til lúkningar á frágangi hússins að utan og frágangi lóðar og er veittur frestur til 15. júní 2011 til að hefja framkvæmdir.
Verði framkvæmdir ekki hafnar fyrir þann tíma samþykkir byggingarfulltrúi með tilvísun í 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 dagsektir að upphæð 150.000 á dag frá 15. júní n.k. að telja og þar til úr verður bætt.
Þegar framkvæmdaáætlun og útboðslýsing liggur fyrir, sem byggingarfulltrúi sættir sig við, mun byggingarfulltrúi samþykkja dagsektir frá þeim tíma sem verklok eiga að vera, ef ekki verður staðið við skilgreind verklok.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.