Afgreiðslur byggingarfulltrúa

10. fundur 17. maí 2011 kl. 08:30 - 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1012148 - Álfhólsvegur 32, umsókn um byggingarleyfi.

Haffrú ehf., Hafnargata 91, Reykjanesbæ, sækir um leyfi 31. janúar 2011 um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 13 íbúðum að Álfhólsvegi 32.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1104250 - Álmakór 12, umsókn um byggingarleyfi.

Guðlaug Erla Jóhannsdóttir og Kjartan Briem, Skjólbraut 7, Kópavogi, sækir um leyfi 18. apríl 2011 um leyfi til að byggja einbýlishús að Álmakór 12.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1010081 - Engjaþing 9-23, umsókn um byggingarleyfi.

Húsafl sf., Nethyl 2, Reykjavík, sækir um leyfi 5. maí 2011 um leyfi til að breyta sérnotarétti á lóð nr. 9-15 að Engjaþingi 9-15.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1104167 - Hagasmári 9, umsókn um byggingarleyfi.

Skeljungur hf., Hólmaslóð 8, Reykjavík, sækir 16. maí 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi í eldhúsi go breytingar á lóð að Hagasmára 9.
Teikn. Kári Eiríksson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1012073 - Skemmuvegur 34a, umsókn um byggingarleyfi.

Byr., Borgartúni 18, Reykjavík, sækir um leyfi 12. maí 2011 um leyfi til að skipta eigninni 0101 í tvær eignir og eigninni 0001 í þrjár eignir að Skemmuvegi 34a.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1006331 - Smiðjuvegur 11, umsókn um byggingarleyfi.

Vélaleigan ehf., Smiðjuvegur 11, Kópavogi, sækir um leyfi 5. maí 2011 um leyfi til að bæta við vindfangi og færsla á hurðum og reyklosun að Smiðjuvegur 11.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 17. maí 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1002166 - Vindakór 2-8, umsókn um byggingarleyfi.

Með tilvísun í 4. lið í fundargerð bæjarstjórnar 10. maí 2011 leggur byggingarfulltrúi fyrir eiganda hússins að Vindakór 2-8 að leggja nú þegar fram framkvæmdaáætlun og útboðslýsingu til lúkningar á frágangi hússins að utan og frágangi lóðar og er veittur frestur til 15. júní 2011 til að hefja framkvæmdir.
Verði framkvæmdir ekki hafnar fyrir þann tíma samþykkir byggingarfulltrúi með tilvísun í 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 dagsektir að upphæð 150.000 á dag frá 15. júní n.k. að telja og þar til úr verður bætt.

Þegar framkvæmdaáætlun og útboðslýsing liggur fyrir, sem byggingarfulltrúi sættir sig við, mun byggingarfulltrúi samþykkja dagsektir frá þeim tíma sem verklok eiga að vera, ef ekki verður staðið við skilgreind verklok.

Fundi slitið - kl. 09:00.