Afgreiðslur byggingarfulltrúa

199. fundur 14. október 2016 kl. 08:30 - 10:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1512691 - Austurkór 44, byggingarleyfi.

Múr og flísameistarinn ehf., Miðsalir 10, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Austurkór 44.
Teikn: Ingi Gunnar Þórðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 14. október 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1610271 - Grænatunga 3, byggingarleyfi.

Hólmfríður Pálsdóttir, Grænatunga 3, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Grænatungu 3.
Teikn: Albína Thordarson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 14. október 2016 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.1307117 - Hagasmári 1, byggingarleyfi

Eignarhaldsfélag Smáralindar, Hagasmári 1, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, TGI Fridays að Hagasmára 1.
Teikn: Guðmundur Gunnlaugsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 14. október 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1610454 - Við Múlalind 5, byggingarleyfi

Breiðablik, Dalsmári 5, Kópavogi, sækir um leyfi til að setja upp skilti við Múlalind 5.
Teikn: Ágúst Birgisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 14. október 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1610452 - Athafnasvæði Breiðabliks, byggingarleyfi.

Breiðablik, Dalsmári 5, Kópavogi, sækir um leyfi til að setja upp skilti við athafnasvæði Breiðabliks.
Teikn: Ágúst Birgisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 14. október 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 10:30.