Afgreiðslur byggingarfulltrúa

8. fundur 19. apríl 2011 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1010081 - Engjaþing 9-23, umsókn um byggingarleyfi.

Húsafl sf., Nethyl 2, Reykjavík, sækir um leyfi 6. október 2010 um leyfi til að breyta sérnotaréttum í lóðinni að Engjaþingi 9-23.
Teikn. Árni Friðriksson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. apríl 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1104167 - Hagasmári 9, umsókn um byggingarleyfi.

Skeljungur hf., Hólmaslóð 8, Reykjavík, sækir 13. apríl 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi verslunarrýmis og útliti að Hagasmára 9.
Teikn. Kári Eiríksson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. apríl 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1104208 - Kastalagerði 4, umsókn um byggingarleyfi.

Arnheiður Skæringsdóttir, Kastalagerði 4 Kópavogi, sækir 13. apríl 2011 um leyfi til að byggja við kjallara hússins að Kastalagerði 4.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 19. apríl 2011 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

4.1104230 - Skólagerði, 3 umsókn um byggingarelyfi

Sigurður Þór Þórsson og Eva Ruza Miljevic, Skólagerði 3, Kópavogi, sækja 4. apríl 2011 um leyfi til að byggja við neðri hæð hússins að Skólagerði 3.
Teikn. Ríkharður Oddsson

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 19. apríl 2011 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.906161 - Smáratorg 1, umsókn um byggingarleyfi.

SMI ehf., Smáratorg 3, Kópavogi, sækir 5. apríl 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi Lyfju og Heilsuhúsinu að Smáratorgi 1.
Teikn. Egill Guðmundsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. apríl 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.903184 - Tröllakór 18-20, umsókn um byggingarleyfi.

Húsberg ehf., Vattarási 2, Garðabæ, sækir 23. mars 2011 um leyfi til að gera breytingar á brunamerkingum að Tröllakór 18-20.
Teikn. Leifur Stefánsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. apríl 2011.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.