Atvinnu- og þróunarráð

1. fundur 16. maí 2012 kl. 16:00 - 16:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Björnsson starfsmaður nefndar
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri á stjórnsýslusviði
Dagskrá

1.1205243 - Tilnefning formanns og varaformanns

Viggó Hilmarsson tilnefndur formaður ráðsins og Theódóra Þorsteinsdóttir tilnefnd varaformaður.

2.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Fram er lögð tillaga ásamt greinargerð, frá Viggó, Theódóru og Sigurjóni, um stofnun sjálfseignastofnunar sem sinni því hlutverki að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana í Kópavogi um ferða- og markaðsmál. Tillagan og greinargerðin rædd og er nefndin öll jákvæð fyrir málinu.

Ýr og Garðar óskar eftir því að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar ráðsins, sem haldinn yrði í næstu viku, þar sem málið er viðamikið og var ekki á dagskrá.

Viggó, Theódóra og Sigurjón samþykkja tillöguna og greinargerðina og óska eftir því að hvort tveggja verði lagt fyrir bæjarráð.

Garðar situr hjá og telur að tillagan sé ekki fullburða og þarfnist nánari skoðunar.

Ýr greiðir athvæði á móti í ljósi þess að að málið var ekki kynnt fyrir fundinn og málið þurfi meiri vinnslu í nýju nefndinni.

3.1111029 - Önnur mál

Ýr og Garðar óska eftir því að erindisbréf fyrir nefndina verði lagt fram á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 16:00.