Atvinnu- og þróunarráð

4. fundur 14. júní 2012 kl. 16:15 - 16:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Björnsson starfsmaður nefndar
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorsteinn Ingimarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Fyrir liggur eftirfarandi tillaga:

 

Atvinnu- og þróunarráð leggur til að ráðinu verði falið að hefja undirbúning að stofnun félags sem sinni því hlutverki að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja í Kópavogi og Kópavogsbæjar um ferða- og markaðsmál. Áhersla verður lögð á eftirfarandi:

                 

1.        Að styrkja ímynd Kópavogs. 

·      Í hugum innlendra og erlendra ferðamanna.

·      Í verslun og þjónustu.

·      Sem ákjósanlegan búsetukost fyrir fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri.

·      Sem ákjósanlegan stað fyrir rekstur fyrirtækja með það að markmiði að laða fyrirtæki til bæjarins og hlúa að þeim sem fyrir eru.

 

2.        Að vera samstarfsvettvangur og stuðla að klasasamstarfi einstaklinga, fyrirtækja, samtaka, íþróttafélaga og menningarstofnana í Kópavogi.

·        Að vera málssvari og vettvangur umræðu og samstarfs.

·        Hugmyndavinna aðila að samstarfinu fari þar fram.

·        Sinna ráðgjöf í markaðsmálum fyrir samstarfsaðila í verkefninu.

·        Markmiðið er að stuðla að eflingu atvinnulífs.

 

3.        Að annast markaðssetningu og kynningu á Kópavogi sem áfangastað ferðamanna, búsetukosts einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja.

·        Hafa umsjón með stefnumótun ferðaþjónustu í Kópavogi og vinni að markmiðum Kópavogsbæjar og fyrirtækja í samstarfinu. Stefnumótunin mun lúta stjórn atvinnu-og þróunarráðs og endanlegu samþykki bæjarstjórnar.

·        Hafa umsjón með áætlanagerð og útgáfu markaðs- og kynningarefnis fyrir Kópavogsbæ.

·        Hafa umsjón með efni og framsetningu á nýjum vef www.visitkopavogur.is

 

4.        Að byggja upp öflugan gagnabanka um hvaðeina er lýtur að þjónustu við ferðamenn, alls konar viðburði á sviði menningar, skemmtana og afþreyingar og aðra þá starfsemi sem ástæða er til að kynna og markaðssetja fyrir ferðamönnum, íbúum Kópavogs og öðrum þeim sem leita eftir upplýsingum um Kópavog.

 

Tillagan fjallar um hugmyndir um aukna samvinnu bæjarfélagsins og atvinnulífsins á ýmsum sviðum með það að markmiði að vinna að almennri eflingu atvinnulífisins. Í ljósi þeirrar hagræðingar sem verkefnið býður uppá fyrir Kópavogsbæ þá leggjum við til að stofnframlag Kópavogsbæjar verði 3.500.000 kr. Fyrsta stóra verkefnið verður að koma upp gesta- og ferðamannavefnum www.visitkopavogur.is  þar sem nálgast má á einum stað upplýsingar um verslun, menningu, gistingu, veitingar, afþreyingu og aðra þjónustu fyrir gesti bæjarins. Framlagið verður notað til að koma verkefninu af stað og opna heimasíðuna. Stefnt er að því að heimasíða samstarsaðila www.visitkopavogur.is verði opnuð 1. okt 2012 og samstarfsvettvangurinn á sama tíma. Lagt er til að í stjórn félagsins verði sex manns, þrír frá bænum og þrír frá atvinnulífinu.  1. okt 2012 er jafnframt stefnt að því fyrirtækin í samstarfinu verði orðin um eitt hundrað og árgjöld verði innheimt frá 1. okt eða á þeim tíma sem heimasíðan verði opnuð.  Mikilvægt er að árétta að hér er um undirbúningsferli að ræða og ráðið mun upplýsa bæjarstjórn um framvindu verkefnisins.

 

Tillöguna leggja fram: Viggó Einar Hilmarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir,Sigurjón Jónsson, Garðar Guðjónsson. Þorsteinn Ingimarsson tekur einnig undir tillöguna. Tillagan er því samþykkt samhljóða.

2.1205470 - Atvinnu- og þróunarráð - önnur mál

A) Fyrir liggur bréf frá Breiðabliki þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarins að því að gera bráðabirgðatjaldstæði á Kópavogstúni vegna Símamótsins í knattspyrnu sem haldið verður 12. - 15. júlí. Kostnaður liggur ekki fyrir.

Ráðið tekur jákvætt í málið en vísar til bæjarráðs þar sem ráðið hefur ekki yfir fjárheimildum að ráða.

 

B) Viðurkenningar til fyrirtækja. Ráðið lýsir áhuga á samstarfi við Umhverfis- og samgöngunefnd og Jafnréttis- og mannréttindanefnd um veitingu viðurkenninga til fyrirtækja. Hugmyndin er að auglýst verði sameiginlega eftir tilnefningum og að nefndirnar standi sameiginlega að athöfn vegna viðurkenninganna.

 

C) Ráðið óskar eftir upplýsingum frá Velferðarsviði um starfsemi Atvinnutorgs fyrir ungt fólk. Hve margir hafa notið þjónustunnar og hver hefur árangur af starfseminni verið?

Fundi slitið - kl. 16:15.