Atvinnu- og þróunarráð

13. fundur 18. febrúar 2013 kl. 16:15 - 16:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Ýr Gunnlaugsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Björnsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Undir þessum lið situr bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, fundinn. Fyrir liggja samþykktir fyrir Markaðsstofu Kópavogs sem samþykktar voru af bæjarstjórn. Ráðið samþykkir að óska eftir því við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, taki að sér fundarstjórn á stofnfundi Markaðsstofu Kópavogs, en til fundarins er boðað 21. febrúar n.k. kl. 12.00 í fundarsal bæjarstjórar. Ákveðin var dagskrá stofnfundar.

2.1205470 - Atvinnu- og þróunarráð - önnur mál

A) Lagðar voru fram til kynningar atvinnuleysistölur frá VMST.

B) Lagðar voru fram til kynningar upplýsingar um Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á vegum Innovit nýsköpunar og frumkvöðlaseturs.

Fundi slitið - kl. 16:15.