Atvinnu- og upplýsinganefnd

328. fundur 04. nóvember 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1010058 - Opinn hugbúnaður

Undir þessum lið situr fundinn Sæmundur Valdimarsson deildarstjóri UT deildar. Hann leggur fram minnisblað sem hann hefur tekið saman um opinn hugbúnað og möguleika þess að nýta slíkan hugbúnað hjá Kópavogsbæ. Fram kom hjá Sæmundi að upptaka á opnum hugbúnaði er verulega flókin og að hann telur þörf á því að fá sérfróða aðila til að skoða slíka innleiðingu ef vilji er til þess kanna slíkt verkefni nánar. 

Nefndin óskar eftir því að UT deild afli upplýsinga um kostnað við slíka athugun.

2.1011043 - Efnisveita fyrir skóla og leikskóla

Undir þessum lið situr fundinn Kristín Dýrfjörð. Hún kynnir fyrir nefndinni efnisveitu fyrir skóla, leikskóla og aðra sem nota margvíslegt efni til skapandi starfa. Efnisveita byggir á þeirri hugmynd að safna hverskyns efnisafgöngum frá fyrirtækjum og heimilum. Efnisafgangar þessir eru síðan flokkaðir og nýttir á nýjan leik í föndur hjá skólum og sambýlum, listamönnum og jafnvel í framleiðslu hjá fyrirtækjum. Fyrirmynd að verkefninu er sótt til Ítalíu og vinnur nú lítill hópur áhugafólks með Kristínu að því að koma slíkri efnisveitu á fót. Hennar hugmynd er að sveitarfélög taki verkefnið upp á sína arma.

Kristín mun senda Atvinnu- og upplýsinganefnd erindi um samstarf á næstunni.

3.1011040 - Fyrirtækjastefnumót

Nefndin hefur að undanförnu athugað möguleika á fyrirtækjastefnumóti í Kópavogi en tilgangurinn með slíku stefnumóti er að stuðla að nýsköpun og örvun í atvinnulífinu. Nefndin mun halda þessum athugunum áfram.

4.1011041 - Val á fyrirtæki ársins

Nefndin stefnir að því að velja fyrirtæki ársins í Kópavogi innan tíðar.

5.912414 - Önnur mál

Skrifstofustjóra er falið að boða til fundar með fulltrúum fyrirtækja á Hamraborgarsvæðinu sbr. síðustu fundargerð.

Fundi slitið - kl. 19:15.