Atvinnu- og upplýsinganefnd

315. fundur 18. maí 2009 kl. 18:15 - 19:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.903228 - Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu.

Umræður um aðgerðir Kópavogsbæjar til stuðnings atvinnuleitendum.

Skrifstofustjóri gerði grein fyrir aðgerðum bæjarins sem eru þríþættar. Í fyrsta lagi stórauknar ráðningar í sumarstörf. Í öðru lagi ráðning í tímabundin verkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og í þriðja lagi námskeið fyrir atvinnulausa.

Nú er unnið að ráðningum í um 300 sumarstörf og gert ráð fyrir að a.m.k. annar eins fjöldi bætist við.

Þegar hefur fengist samþykki Vinnumálastofnunar í um 40 tímabundin verkefni og áformað að fá heimild til ráðninga í um 20 störf til viðbótar. Námskeið fyrir atvinnulausa í samvinnu við Kópavogsdeild RKI fóru hægt af stað en aðsókn hefur aukist jafnt og þétt. Kópavogsbær hefur lagt til leiðbeinendur úr hópi starfsmanna en námskeiðin eru haldin undir merkjum Kópavogsdeildar RKI.

2.810273 - Verksvið atvinnu- og upplýsinganefndar.

Bókun frá fulltrúum Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar harma að nefndin var ekki höfð með í ráðum við ráðningu forstöðumanns UT deildar.

Fundi slitið - kl. 19:15.