Atvinnu- og upplýsinganefnd

320. fundur 10. desember 2009 kl. 08:00 - 09:00 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.909418 - Stefnumótun í málefnum atvinnulausra

Formaður lagði fram nýjar tölur um atvinnuleysi í Kópavogi og voru þær ræddar. Nefndarmenn lýsa áhyggjum sínum af vaxandi langtímaatvinnuleysi ungs fólks.

 

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogs leggur til við bæjarráð að komið verði á sérstökum aðgerðahópi til að fjalla um málefni atvinnulausra í Kópavogi. 

Slíkur aðgerðahópur samanstandi af fulltrúum nokkrra lykilsviða bæjarins, Félagssviðs, Menningarsviðs,  Stjórnsýslusviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs.  Aðgerðahópurinn gæti einnig leitað eftir samstarfi við fleiri aðila s.s. Heilsugæsluna í bænum, Kvöldskóla Kópavogs og aðra þá aðila sem hugsanlega gætu veitt upplýsingar og stuðning, s.s. fyrirtækin í bænum og frjálsu félagasamtökin.

Málefni atvinnulausra ungmenna á aldrinum 18-28 ára verði sérstaklega tekin til skoðunar.

Verkefni hópsins verði:

a)    að leita leiða í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi annars vegar og Vinnumálastofnun/Starfsmennaráðs, samtökum fræðslu- og símennunarmiðstöðva, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og starfsendurhæfingarsjóðs hins vegar til að styðja fólk til nýsköpunar og þátttöku í atvinnulifinu á ný.

b)    að koma á uppbyggilegum námskeiðum sem kæmu yngsta aldurshópmnum (18-28 ára) til hjálpar. Er þá átt við sjálfsstyrkingarnámskeið, námskeið í fjármálafræðslu, vinnusiðfræði, réttindi og skyldur launþega á vinnumarkaði. Einnig færi fram áhugasviðskönnun á meðal þessa unga fólks og menntunarmöguleikar þess kynntir.

Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogs vekur athygli á vaxandi samfélagslegum vanda vegna ástandsins á vinnumarkaði. Því leggur nefndin til að aðgerðahópnum verði settur snarpur tímarammi og að hópurinn skili tillögum sínum fyrir 16. janúar 2010.

 

Nefndin samþykkir að leggja tillöguna fyrir bæjarstjórn.

2.912414 - Önnur mál

Nefndin óskar eftir upplýsingum um hvernig innleiðing One System skjala- og málakerfisins hefur gengið og hvernig kerfið hefur reynst.

Fundi slitið - kl. 09:00.