Atvinnu- og upplýsinganefnd

326. fundur 16. ágúst 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Siglingaklúbbnum Ými Vesturvör
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1007119 - Samningur um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Fram lagður til kynningar samningur um markaðssamstarf. Skrifstofustjóri sagði frá verkefnum sem unnið hefur verið að á grundvelli samningsins en Höfuðborgarstofa hefur haft ábyrgð á framkvæmd hans. Kópavogsbær hefur aðstöðu á Höfuborgarstofu, sem er annar fjölsóttasti viðkomustaður ferðamanna í landinu, og hefur Kópavogsbær einkum kynnt lista- og menningarstofnanir bæjarins, sundstaði og útivistarsvæði.

2.1008109 - Markaðsmál

Umræður um hlutverk Atvinnu- og upplýsinganefndar. Skrifstofustjóri fór yfir hlutverk nefndarinnar í stjórnkerfinu en síðan urðu umræður um atvinnumál almennt. Rætt var um breytingar í atvinnulífinu og þá þróun sem orðið hefur í átt að því sem kallað er skapandi atvinnugreinar og í því samhengi rætt um samstarf nefndarinnar við Lista- og menningarráð og aðrar nefndir í stjórnkerfinu.

Fundi slitið - kl. 19:15.