Atvinnu- og upplýsinganefnd

319. fundur 19. nóvember 2009 kl. 08:00 - 09:00 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.909418 - Stefnumótun í málefnum atvinnulausra

Jens Sigurðsson boðaði forföll. Í hans stað mætti Ýr Gunnlaugsdóttir.

 

Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri mætti á fundinn, flutti erindi um atvinnuleysi, greindi frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á málefnum atvinnulausra og reifaði m.a. áhyggjur sínar af langtímaatvinnuleysi ungs fólks.

 

Fresta þurfti fundi nokkurra lykilnefnda um málefni langtímaatvinnulausra sem halda átti laugardaginn 14. nóvember s.l., vegna ónógrar þátttöku.

 

Nefndin samþykkir að boða á ný til fundarins laugardaginn 16. janúar n.k. kl. 12.00 í fundarsal bæjarstjórnar að Fannborg 2.

 

Fundi slitið kl. 09.00

 

Fundi slitið - kl. 09:00.