Bæjarráð

2765. fundur 05. mars 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1503055 - Bæjarlind 6, SPOT. Nemendafél. FB. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til að halda ár

Frá lögfræðideild, dags. 3. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélags Fjölbrautarskólans í Breiðholti, kt. 590182-1099, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 5. mars 2015, frá 22:00-02:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Ábyrgðarmaður er Magnús Ingvarsson, kt. 150860-4669 og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

2.1503050 - Fannborg 5, Pálmi Pálmason. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir íbúðir í fl. II. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 3. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Pálma Pálmasonar, kt. 280552-3729, um nýtt rekstrarleyfi fyrir íbúð í flokki II, að Fannborg 5, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. S
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Samþykkir voru Theódóra Þorsteinsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

3.1502138 - Garðlönd Kópavogsbæjar 2015.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. mars, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir samþykki fyrir breyttu fyrirkomulagi vegna garðlanda og leigugjalda 2015. Lagt til að fyrirkomulag garðlanda 2015 verði eins og á síðasta ári, að því breyttu að komið verði á samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands um fræðslu á matjurtaræktun. Einnig lagt til að leigugjald hækki um kr. 300,- frá síðasta ári, verði kr. 4.500,- árið 2015 fyrir 25 fm garðland.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytt fyrirkomulag garðlanda og leigugjalda 2015 og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

4.1503044 - Grassláttur, útboð 2015.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. mars, óskað eftir heimild ráðsins fyrir opnu útboði á grasslætti í bænum. Fyrirkomulag útboðsins og verklag yrði með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að farið verði í opið útboð á grasslætti í bænum.

5.1105567 - Hrauntunga 59. Kæra vegna afgreiðslu byggingarnefndar á erindi lóðarhafa að Hrauntungu 51.

Frá lögfræðideild, dags. 3. mars, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 16/2010.
Lagt fram.

6.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun.

Frá svæðisskipulagsstjóra SSH, dags. 2. mars, lögð fram til samþykktar endurskoðuð samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla og afmörkun vatnsverndarsvæða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

7.1502022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 26. febrúar 2015.

146. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Lagt fram.

8.1502024 - Félagsmálaráð, dags. 2. mars 2015.

1387. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Hrafn Sigurðsson taka undir eftirfarandi bókun í lið 2. í fundargerðinni:
""Undirrituð benda á að samræma þurfi rétt fólks til fjárhagsaðstoðar á landsvísu, þannig að íbúar landsins njóti jafnræðis hvað þessi grundvallaréttindi varðar, óháð búsetu.
S. Kristín Sævarsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Rannveig Bjarnadóttir, Vilhjálmur Einarsson""

Hlé var gert á fundi kl. 8.55. Fundi var fram haldið kl. 9.05.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Það er á ábyrgð sveitafélaga að veita íbúum sínum fjárhagsaðstoð og semja reglur um úthlutun slíkrar aðstoðar. Því er mikilvægt að ákvörðurnarréttur sveitafélaga um aðstoð hverju sinni sé ekki af þeim tekin og hljóta sveitastjórnarmenn að treysta sér til þess að standa undir þeirri ábyrgð.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir"

9.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits 2015, dags. 19. febrúar 2015.

198. fundur heilbrigðisnefndar í 44. liðum.
Lagt fram.

10.1502025 - Skólanefnd, dags. 2. mars 2015.

83. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

11.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu 2015, dags. 4. mars 2015.

347. fundur stjórnar Sorpu í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015, dags. 27. febrúar 2015.

213. fundur stjórnar Strætó bs. í 8. liðum.
Lagt fram.

13.1502717 - Kostnaður við snjómokstur og hálkuvarna í Kópavogi. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 2. mars, svar við fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni á fundi bæjarráðs þann 19. febrúar sl.
Lagt fram.

14.1503125 - Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana! Samstarfsverkefni varðandi atvinnuleitendur með skerta starf

Erindi í tengslum við samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar, þar sem farið er þess á leit við Kópavogsbæ að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu í störf.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

15.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Karen Halldórsdóttir óskar eftir kynningu á sjónarmiðum framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hugsanlega verði sveitarfélög að skila málaflokki fatlaðs fólks að nýju til ríkisins.

Fundi slitið.