Bæjarráð

2755. fundur 18. desember 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1402307 - Austurkór 3a, leiguíbúðir fyrir fatlað fólk.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15. desember, niðurstöður útboðs í verkið "Austurkór 3a, leiguíbúðir fyrir fatlaða einstaklinga". Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda MótX ehf.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda MótX ehf.

2.1411186 - Grenndargámar, útboð á þjónustu fyrir pappír, plast og gler

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 16. desember, greinargerð varðandi fyrirhugað útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler.
Lagt fram.

Deildarstjóra gatnadeildar falið að vinna áfram að málinu.

Karl Eðvaldsson deildarstjóri gatnadeildar sat fundinn undir þessum lið.

3.1401024 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2014, 18 ára og eldri.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. desember, lögð fram greinargerð garðyrkjustjóra og forstöðumanns Vinnuskólans um sumarstörf hjá Kópavogsbæ sumarið 2014.
Lagt fram.

4.1401022 - Vinnuskóli Kópavogs 2014.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. desember, lögð fram starfsskýrsla garðyrkjustjóra og forstöðumanns Vinnuskólans um Vinnuskólann og skólagarða Kópavogs 2014.
Lagt fram.

5.1410309 - Öflun upplýsinga um kostnað barnafjölskyldna.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. desember, svar við fyrirspurn í bæjarráði um hlutfall innheimtra leikskólagjalda vegna tíma umfram 8 tíma.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar fyrir veitt svör.

6.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 12. desember, svar við upplýsingabeiðni Kópavogsbæjar frá 27. ágúst sl., ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 15. desember, um loftgæðamælingar vegna brennisteinsmengunar frá Hellisheiðarvirkjun.
Lagt fram og vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til kynningar.

Ármann Kr. Ólafsson kom til fundarins kl. 8:22.

7.1401801 - Beiðni um skýringar vegna upplýsingagjafar Kópavogsbæjar

Frá Nasdaq, dags. 8. desember, upplýsingar varðandi mál sem vísað hefur verið til viðurlaganefndar.
Vísað til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

8.1410545 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2014

Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 9. desember, greinargerð sem óskað var eftir í bæjarráði um möguleika þess að slíta félaginu.
Lagt fram.

9.1412226 - 28. Landsmót UMFÍ 2017. Auglýst eftir umsóknum vegna undirbúnings og framkvæmdar

Frá UMFÍ, dags. 10. desember, auglýst eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ árið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs, íþróttaráðs og forvarna- og frístundanefndar.

10.1412239 - Sótt um leyfi til flugeldasýninga í Fossvogsdal og Kópavogsdal

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 10. desember, óskað eftir leyfi Kópavogsbæjar vegna flugeldasýninga þann 6. janúar í Fagralundi og þann 31. desember í Smáranum.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

11.1412237 - Sótt um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá Breiðablik, dags. 10. desember, óskað heimildar fyrir árlegu áramótabrennunni í Smárahvammi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

12.1412265 - Áramótabrenna Breiðabliks í Smárahvammi. Beiðni um umsögn

Frá Lögreglustjóranum á hbsv., dags. 12. desember, óskað umsagnar um umsókn Breiðabliks til að halda áramótabrennu í Smárahvammi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

13.1412317 - Beiðni um styrk vegna áramótabrennu í þingunum

Frá brennunefnd Þingabrennu, dags. 8. desember, óskað eftir styrk vegna kostnaðar við áramótabrennu í Þingahverfi.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 60.000,- í styrk til brennunefndar þingabrennu.

14.1409312 - Beiðni um samstarf og styrk í tilefni 55 ára afmælis Félags heyrnarlausra

Frá Félagi heyrnarlausra, dags. 16. desember, ósk um samstarf og styrk fyrir árið 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

15.1412227 - Skýrsla um ástand skjalavörslu og skjalastjórnar hjá Reykjavíkurborg

Frá borgarskjalaverði Reykjavíkurborgar, dags. 9. desember, niðurstöður könnunar um ástand skjalavörslu og skjalastjórnar hjá Reykjavíkurborg, ásamt upplýsingum um sambærilega könnun á vegum Þjóðskjalasafns Íslands.
Bæjarráð vísar erindinu til skjalastjóra og Héraðsskjalasafns til kynningar.

16.1412006 - Barnaverndarnefnd - 42

42. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

17.1405433 - Aðgerðaáætlun Kópavogsbæjar gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Lögð fram aðgerðaáætlun gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum, sbr. lið 5 í fundargerð barnaverndarnefndar frá 11. desember.
Lagt fram.

Bæjarráð fagnar því að fram sé komin aðgerðaáætlun um aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum.

18.1412011 - Félagsmálaráð, 15. desember

1382. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

19.1412016 - Forvarna- og frístundanefnd, 17. desember

26. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

20.1412012 - Hafnarstjórn, 15. desember

98. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

21.1411024 - Íþróttaráð, 10. desember

42. fundargerð í 65 liðum.
Lagt fram.

22.1412013 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 15. desember

32. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

23.1412003 - Leikskólanefnd, 11. desember

53. fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

24.1412050 - Leikskóladeild-Aðalþing,skipulagsdagar 2014-2015

Lagt fram erindi leikskólans Aðalþings, þar sem óskað er undanþágu frá samþykktum skipulagsdögum leik- og grunnskóla. Nefndin sér sér ekki fært að heimila umrædda beiðni og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

25.1401108 - Samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv., 17. nóvember

340. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

26.1401108 - Samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv., 9. desember

341. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

27.1412008 - Skipulagsnefnd, 15. desember

1250. fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

28.1411143 - Auðbrekka. Þróunarsvæði.

Kynning á þróunarsvæðinu við Auðbrekku.
Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri kynnti niðurstöður hugmyndasamkeppni um skipulag þróunarsvæðis Auðbrekku.

29.1410082 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Arnar Þórs Halldórssonar, arkitekts, dags. 17.9.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytingar á Auðbrekku 16. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32. Kynningu lauk 5.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

30.1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts, dags. 14.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Mánalindar 4. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánalindar 1, 2, 3 og 6, Múlalindar 5, 7, 9 og 11; Laxalindar 1, 3 og 5. Kynningu lauk 15.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

31.1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.


Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar dags. 2.10.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 36. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 26, 27, 28 og 34. Kynningu lauk 12.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

32.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var afgreiðslu erindis um breytta staðsetningu settjarna við Fornahvarf frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.

Lagt fram að nýju breytt erindi sbr. uppdrátt í mkv. 1:2000 um legu tjarna dags. 9.12.2014 þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd lóðarhafa Fornahvarfs 3, umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 ásamt samkomulagi milli lóðarhafa Fornahvarfs 3 og bæjaryfirvalda dags. 15.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

33.1412150 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar, dags. 1.12.2014 þar sem óskað er eftir að færa suðvesturhorn lóðamarka og þ.m. suðvesturhorn veggs á lóðamörkum, um 123 cm til vesturs. Við tilfærslu stækkar lóðin um 4,4 m2 sbr. uppdráttum dags. 1.12.2014.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins og samþykkti því framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

34.1412010 - Skólanefnd, 15. desember

80. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

35.1401102 - Skólanefnd MK, 3. desember

10. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

36.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 12. desember

344. fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

37.1401118 - Stjórn Strætó bs., 28. nóvember

206. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

38.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 17. desember, yfirlit yfir fjárframlög til stjórnmálaflokkanna vegna ársins 2015.
Lagt fram.

Fundi slitið.