Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Gunnlaugs Jónssonar, arkitekts, dags. 9.5.2012 f.h. lóðarhafa Hafraþings 5 um breytingu á deiliskiplagi. Þar verði leyft að hafa tvær íbúðir í stað einnar, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Lagt fram skriflegt samþykki eftirtalinna lóðarhafa fyrir breytingunni: Hafraþing 7, Ásmundi Helgasyni og Sigurborgu S. Guðmundsdóttur; Hafraþing 10, Rut Gunnarsdóttur og Stefáni Rúnari Dagssyni; Hafraþing 12, Sigurði Erni Hallgrímssyni og Maríu Ósk Birgisdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hafraþings 1, 3, 7, 9, 11, 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Kynningu lauk 13. ágúst 201. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Arionbanka um framlenginu erlendrar lánalínu og að henni verði breytt í lán í íslenskum krónum.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.