Bæjarráð

2724. fundur 20. mars 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403009 - Barnaverndarnefnd, 13. mars

35. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

2.1403012 - Félagsmálaráð, 18. mars

1367. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

3.1403289 - Reglur um fjárhagsaðstoð. 14. og 17. gr. tillögur um breytingar

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í dag, 18.03.2014, breytingar á 14. og 17. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð. Tillögum um breytingar á 14. og 17. gr. er hér með vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð staðfestir breytingar á 14. og 17. gr. reglna um fjárhagsaðstoð sem samþykktar voru í félagsmálaráði þann 18. mars.

4.1403004 - Skipulagsnefnd, 18. mars

1237. fundargerð í 24 liðum.

Lagt fram.

5.1401078 - Digranesheiði 1. Bílskúr og ris.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Arkitektur.is, dags. 5.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum á íbúðarhúsi við Digranesheiði 1. Í breytingunni felst að byggja 26m2 bílskúr á austurhluta lóðarinnar, opna svalahurð út í garð á suðurhlið og bæta þar við 24m2 timburpalli. Einnig er óskað eftir að stækka rishæð um 3m2 á norðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,19 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5.12.2013. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 3; Víghólastíg 14, 16, 18 ásamt Digranesvegi 77.
Kynningu lauk 18.3.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Valdimars Harðarsonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 7.1.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 1-3. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar á jarðhæð hússins, byggingarreitur stækkar á suðvestur hlið hússins og lítillega á norðaustur horni þess, heildarbyggingarmagn eykst úr 4405m2 í 4601m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 1,52 í 1,6. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 1,8. Bílastæði á lóð verða 46 sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 dags. 7.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogstúns 10-12; Kópavogsgerðis 5-7 ásamt Líknardeild Landspítalans. Kynningartími er til 4.3.2014.
Lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 6.3.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1403337 - Austurkór 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 13. mars 2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 2. Í breytingunni felst að byggja við sorpgeymslu á lóð, vagna og hjólageymslu sem er um 18 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd telur framlagða breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Lagt fram erindi Guðmundar Ingvarssonar dags. 30. desember 2013 þar sem óskað er eftir sölustæði fyrir grillbíl við Salalaug. Einnig lagt fram bréf frá íþróttaráði dags. 19.2.2014 þar sem alfarið er lagst gegn því að heimilað verði sölusvæði fyrir grillbíl við Salalaug.

Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnaði erindinu á fundi sínum þann 6. febrúar sl., en fyrir lágu umsagnir íþróttaráðs og skólanefndar, sem mæltu með að erindinu yrði hafnað.  Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.

Lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar að stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra umverfissviðs dags. 3.2.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1401107 - Stjórn SSH, 3. mars

400. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

11.1402011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. mars

46. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

12.1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani

Lagt fram erindi frá húsfélaginu Hamraborg 10, dags. 13. 1. 2014 þar sem óskað er eftir að bílastæðum verði fjölgað á planinu sem afmarkast af Hamraborg 10, Fannborg 4, 6 og 8 og Hamraborg 8.
Lögð fram tillaga á fjölgun bílastæða á miðbæjarplani dags. 14.2.2014. Bæjarráð vísaði erindinu þann 30.1.2014 til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs, sbr. lið 4 í fundargerð.
Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar dags. 17. mars 2014 um fjölgun bílastæða sunnan Hamraborgar nr. 10. Einn nefndarmaður var á móti tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð skipulagsnefndar frá 18. mars.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1402811 - Furugrund, aðkoma að nr. 40-54.

Lagt fram erindi varðandi uppsetningu á bifreiðastöður bannaðar skiltum við suður- og norðurenda aðkomu að aðkeyrslu að Furugrund 40-54 frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14.2.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs, sbr. lið 7 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.1402602 - Sundlaug Kópavogs - Vesturbær - Aðgengi og bílastæðamál

Bæjarráð vísar málinu til íþróttaráðs til umsagnar.

15.1403483 - Tillaga um stuðning við framhaldsskólanemendur í verkfalli kennara

Frá meirihluta bæjarráðs, tillaga um stuðning við framhaldsskólanemendur í verkfalli kennara.

Bæjarráð samþykkir að framhaldsskólanemendur á öllu landinu fái að nýta sér aðstöðu í söfnum, tilteknum tónleikum í Salnum, ungmennahúsi og sundlaugum, sér að kostnaðarlausu, á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur.

Guðríður Arnardóttir vék af fundi undir þessum lið.

16.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Frá bæjarstjóra, drög að viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar, Garðabæjar og GKG um samstarf við uppbyggingu íþróttamiðstöðvar golfklúbbsins.

Bæjarráð samþykkir einróma að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

17.705034 - Vatnsendablettur 167b.

Frá bæjarlögmanni, samkomulag milli Kópavogsbæjar, annars vegar og Guðmundar Sigurjónssonar, hins vegar um innlausn Kópavogsbæjar á Vatnsendabletti 167b.

Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

18.1307145 - Mengun í Lækjarbotnum frá Hellisheiðarvirkjun.

Lögð fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 18/3, og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 19/3 vegna loftgæðis og mengunar í Lækjarbotnum.

Bæjarráð óskar eftir að forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur mæti á næsta fund ráðsins.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína vegna málsins.

Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins sat fundinn undir þessum lið.

19.1403137 - Kársnesbraut 96a, K112 ehf., nýtt rekstrarleyfi. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni/laganema, dags. 17. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 6. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn K112 ehf, kt. 490910-1230, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veisluþjónustu í flokki I, á staðnum H og K veitingar, að Kársnesbraut 96 a, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

20.1403475 - Endurfjármögnun KOP04

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, minnisblað varðandi fyrirhugaða endurfjármögnun KOP04.
Þann 25. mars nk. er gjalddagi á markaðsskuldabréfi sem er að eftirstöðvum rúmlega um 1.800 milljónir króna. Leitað var til fjögurra lánastofnana og barst tilboð frá þremur þeirra.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi:
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 1.800.000.000,- sem óverðtryggt skuldfabréf til 5 ára sbr. tilboð dags. 17. mars 2014.
Jafnframt er bæjarstjóra Ármanni Kr. Ólafssyni kt. 170766-5049 og/eða fjármálastjóra Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

21.1403106 - Ársreikningur Strætó bs. 2013

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 19. mars, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 6. mars, um ársreikning Strætó bs. fyrir árið 2013.

Bæjarráð vísar umsögn fjármála- og hagsýslustjóra til eigendavettvangs Strætó bs. og framkvæmdastjóra Strætó bs.

22.1211262 - Kjóavellir. Samningur við Garðabæ og Andvara. Uppbygging og framkvæmdir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. mars, fundargerð verkefnahóps um framkvæmdir á Kjóavöllum frá 11. mars sl.

Lagt fram.

23.1402363 - Leiðrétting á skráningu jarðarinnar Vatnsenda í Lögbýlaskrá

Frá Cato lögmönnum, dags. 12. mars, óskað staðfestingar á stærð Vatnsendajarðarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

24.1403417 - Ársreikningur Sorpu 2013

Frá Sorpu bs., dags. 17. mars, ársreikningur fyrir árið 2013, sem samþykktur var á stjórnarfundi þann 3. mars.

Lagt fram.

25.1308061 - Lausir gámar. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi stöðu gáma á lóðum, sbr. bókun í bæjarráði 22. ágúst 2013.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.