Bæjarráð

2559. fundur 26. ágúst 2010 kl. 08:00 - 17:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður.
Dagskrá

1.1008011 - Byggingarnefnd 17/8

1318. fundur

Bæjarráð samþykkir fundargerð byggingarnefndar.

2.1004026 - Álfhólsvegur 111. Kvörtun vegna yfirgefins húss

Á 1318. fundi byggingarnefndar, 17/8 var bókað undir lið 8:
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi óíbúðarhæft hús að Álfhólsvegi 111 sem bíður niðurrifs.
Lagður fram tölvupóstur eiganda dags. 16. ágúst 2010

Byggingarnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

3.804077 - Langabrekka 2. Gengið verði frá húsi og lóð, v. slysahættu.

Á 1318. fundi byggingarnefndar, 17/8 var bókað undir lið 10:
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi óíbúðarhæft hús að Löngubrekku 2 sem bíður niðurrifs.

Byggingarnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

4.1008009 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 17/8

7. fundur

Bæjarráð staðfestir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

5.1008010 - Félagsmálaráð 17/8

1288. fundur

Afgreitt. 

6.1008124 - Starfsmannamál - Starfslok

Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um að Sigurbjörg Björgvinsdóttir hafi fallist á ósk félagsmálastjóra um að gegna starfi forstöðumanns félagsstarfs aldraðra í vetur.

7.1008015 - Félagsmálaráð 24/8

1289. fundur

 Kynningarfundur fyrir kjörna fulltrúa vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra verður 1. sept. n.k. kl. 16.00.

8.1008014 - Íþrótta- og tómstundaráð 25/8

254. fundur

Bæjarráð ítrekar tilmæli sín til íþróttafélaganna að taka tillit til strætisvagnaferða við gerð stundataflna. 

 

Afgreitt.

9.1008006 - Leikskólanefnd 17/8

9. fundur

Afgreitt.

10.1008004 - Lista- og menningarráð 16/8

361. fundur

Afgreitt.

11.1003006 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2010

Bókun frá 361. fundi lista- og menningarráðs frá 16/8, þar sem ráðið beinir því til bæjarráðs, að settur verði á fót undirbúningshópur vegna nýs útibús bókasafnsins í Kórum.

 Vísað til afgreiðslu bæjarstjóra.

12.1007011 - Skipulagsnefnd 17/8

1181. fundur

13.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn skipulags- og umhverfissviðs, dags. 17. ágúst 2010, erindi dags. 14. desember 2009 og breytt 17. ágúst 2010, þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

14.1006448 - Grundarsmári 16, stækkun húss

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulagsnefndar.

15.1007054 - Svæðisskipulag, óveruleg breyting. Sjúkrahús Mosfellsbæ.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðsluna.  Gunnar Ingi Birgisson situr hjá við afgreiðslu málsins.

16.1008055 - Austurkór 92

Skipulagsnefnd hafnar erindinu, þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

17.1008087 - Nýbyggingarsvæði í Kópavogi, endurskoðun deiliskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir upplýsingum um eignarhald og stöðu umræddra svæða.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

18.1008001 - Skólanefnd 23/8

15. fundur

Afgreitt.

19.1008106 - Umsókn um að starfrækja mötuneytisþjónustu undir nýju nafni

Sbr. lið 3 í fundargerð skólanefndar 15. fundi 23/8, var lagt fram til upplýsingar, umsókn um að starfrækja mötuneytisþjónustu undir nýju nafni.
Skólanefndarformaður gerði grein fyrir málinu og því vísað til bæjarráðs.

Afgreitt.  Liður 30. sér liður á dagskrá, mál nr. 1008106.

20.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 5/7

63. fundur

Afgreitt.

21.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 16/8

64. fundur

Afgreitt.

22.1001153 - Stjórn SSH 5/7

351. fundur

Afgreitt.

23.1001153 - Stjórn SSH 16/8

352. fundur

Afgreitt.

24.1001157 - Stjórn Strætó bs. 13/8

145. fundur

Fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó bs. ræddi þjónustu Strætó á menningarnótt.

 

25.1008007 - Stjórn tónlistarsafns Íslands 16/8

6. fundur

Afgreitt.

26.1008012 - Umhverfisráð 23/8

492. fundur

Afgreitt.

27.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Tillögur umhverfisráðs til umhverfisviðurkenninga 2010:
Gata ársins 2010. Hlynsalir.
Viðurkenning fyrir viðhald húss og lóðar,
Kópavogsbraut 4.
Viðurkenning fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði, Kópavogstún 6-8, K.S. Verktakar.
Viðurkenning fyrir athyglisvert framlag til umhverfismála, Toyota.
Heiðursviðurkenning bæjarstjórnar og umhverfisráðs verður veitt í fyrsta sinn, en ákveðið er að veita Ævari Jóhannessyni heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu umhverfis og samfélags.

Bæjarráð samþykkir tillögur að umhverfisviðurkenningum ársins 2010.

28.1003012 - Mánaðarskýrslur 2010.

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar ágúst 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í júlí 2010.

Lagt fram.

29.1008157 - Vinnufundur með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Frá bæjarritara, dags. 23/8, upplýsingar sem varða fund með AGS.

Lagt fram.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundinum.

30.1008176 - Arnar Ævarsson segir upp störfum

Frá bæjarritara, lagt fram uppsagnarbréf frá Arnari Ævarssyni, forvarnarfulltrúa, dags. 16/8.

Lagt fram.

31.1007198 - Fjárhagsáætlun 2010.

Fjármála- og hagsýslustjóri gerði grein fyrir 6 mánaða yfirliti.

 

32.1008106 - Umsókn um að starfrækja mötuneytisþjónustu undir nýju nafni

Frá bæjarlögmanni, umsögn, dags. 24/8, varðandi ósk Sælkeraveislna ehf. um viðaukasamning vegna reksturs mötuneyta í skólum.
Ekki er talin ástæða til annars en að fallast á viðaukasamninginn.

Bæjarráð samþykkir viðaukasamninginn.

33.804001 - Hafnarfjarðarvegur (40), gatnamót við Nýbýlaveg. Bótakrafa/dómsmál.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar kt. 680269-2899 annars vegar og Kópavogsbæjar kt. 700169-3759 hins vegar, varðandi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Ístaki hf. kt. 540671-0959.

Lagt fram. Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

34.1005075 - Reglur um launalaust leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 18/8, reglur um launalaus leyfi.

Lagt fram og frestað til næsta fundar.

35.1007117 - Reiðskemma á Kjóavöllum

Frá deildarstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 24/8, tilboð opnað 17/8 í reiðhöll að Kjóavöllum.
Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Loftorku ehf., sem er lægstbjóðandi í aðaltilboði.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.  Gunnar Ingi Birgisson innir bæjarstjóra eftir því hvernig þessi framkvæmd verði fjármögnuð.

36.1005100 - Aflakór 14. Ósk um bætur vegna verðmætarýrnunar eignar

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 10/8, varðandi kröfu um bætur vegna verðmætarýrnunar eignarinnar Aflakór 14.
Lagt er til að kröfunni verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

 

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi og Karen E. Halldórsdóttir  tók sæti á fundinum í stað hans.

37.1007197 - Tillaga um niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 24/8, umsögn um tillögu um niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Ekki er mælt með að gatnagerðargjöld vegna stækkunar á eldra húsnæði verði felld niður tímabundið umfram það sem þegar er kveðið á um gildandi gjaldskrá.

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu.

38.1007130 - Kórinn, starfslýsing forstöðumanns. Júní 2010.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og fræðslusviðs, starfslýsing forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Kórsins, sem frestað var í bæjarráði 8/7 sl.

Frestað.

39.1008179 - Umsókn um launalaust leyfi, ágúst 2010.

Frá deildarstjóra ÍTK, dags. 24/8, umsögn um umsókn Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Þebu, um launalaust leyfi til framhaldsnáms við Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Mælt er með að Bergrúnu verði veitt umbeðið leyfi enda muni framhaldsnám hennar nýtast vel í starfi félagsmiðstöðarinnar.

Samþykkt.

40.911004 - Fjárhagsáætlun v/2010. Sparnaðarhugmyndir

Umsögn leikskólafulltrúa og leikskólastjóra, dags. 15/7, tillögur um endurskoðaðar reglur um nám leiðbeinenda í leikskólum Kópavogs, sem eru í leikskólakennaranámi í fjarnámi í KHÍ.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar.

41.1008189 - Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar 2010 í Kópavogi. Styrkbeiðni

Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.

42.1008193 - Óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa

Ólafur Þór Gunnarsson óskar eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 1. september n.k. þar sem hann tekur sæti tímabundið á Alþingi. Ólafur mun snúa aftur til bæjarfulltrúa starfa þegar afleysingum lýkur á Alþingi.

Lagt fram.

43.1008126 - Ársfjórðungsleg skil á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 11/8, varðandi ársfjórðungsleg skil á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.

Lagt fram.

44.1008140 - Frá Leikskólastjóra. Varðandi viðhald skólans og viðmið um rými barna

Frá leikskólastjóra leikskólans Furugrundar, dags. 17/8, varðandi ástand leikskólans og óskað eftir nauðsynlegum endurbótum í samráði við starfsmenn skólans.

Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.

45.1008154 - Kópavogsbarð 4 - 6, áskorun

Frá íbúum Kópavogsbakka og Kópavogsbarðs, dags. 20/8, óskað eftir að fylgt verði eftir byggingaframkvæmdum á svæðinu, að þeim verði lokið sem allra fyrst.

Vísað til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

46.1008130 - Óskað eftir gögnum varðandi viðmið bæjarins vegna fjölda barna í leikskólum

Frá Friðriki Friðrikssyni, dags. 16/8, varðandi barngildis- og rýmisviðmið í leikskólum.

Vísað til bæjarritara til úrvinnslu.

47.1001011 - Skóli Ísaks Jónssonar óskar eftir þjónustusamningi

Frá Skóla Ísaks Jónssonar, dags. 18/8, beiðni um viðræður um gerð þjónustusamnings milli Kópavogs og Skóla Ísaks Jónssonar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn fræðslustjóra.

48.1008175 - Skólaakstur í Þingahverfi

Frá Sóleyju Valdimarsdóttur og Eiríki S. Önundarsyni, dags. 20/8, varðandi ákvörðun bæjarráðs 22/7 um að fella niður skólaakstur í Þingahverfi.

Vísað til skólanefndar til afgreiðslu.

49.1004011 - Lindasmári 5, skaðabótakrafa

Frá Valgeiri Kristinssyni hæstaréttarlögmanni, dags. 12/8, varðandi bótakröfu vegna Lindasmára 5.

Vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

50.1006341 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla

Frá Birnu Vilhjálmsdóttur, dags. 20/8, varðandi ráðningu nýs aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla.

Vísað til bæjarritara til umsagnar.

51.1008108 - Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, ódags. beiðni um styrk.

Vísað til skólanefndar til afgreiðslu.

52.1008148 - Umsókn um styrk vegna ferðar á Norðurlandameistaramót í kraftlyftingum

Frá kraftlyftingadeild Breiðabliks, dags. 18/8, styrkbeiðni vegna ferðar Auðuns Jónssonar á Norðurlandameistaramót í kraftlyftingum og bekkpressu, sem fram fer í Noregi 28.-29. ágúst nk.

Vísað til ÍTK til afgreiðslu.

53.1008173 - Landsendi 3

Frá Silfursteini ehf. kt. 580893-2369, lóðarhafi hesthúsalóðar að Landsenda 3, óskar eftir að lóðin verði sett á nafn Yrpi ehf. kt. 570810-0650.

Vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

54.1007138 - Austurkór 46, lóð skilað

Frá Þórhalli Vigni Vilhjálmssyni og Guðrúnu Hildi Ingvarsdóttur, dags. 12/7, óskað eftir að skila inn lóðinni að Austurkór 46.

Lagt fram.

55.1008107 - Hamraborgarhátíð

Linda Udengaard deildarstjóri menningardeildar mætti á fundinn og gerði grein  fyrir dagskrá hátíðarinnar.

56.1008210 - Aðgerðir vegna fjölbýlishúsa í byggingu, þar sem frágangi hefur ekki verið sinnt.

Óskað eftir umsögn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

57.911004 - Fjárhagsáætlun v/2010. Sparnaðarhugmyndir

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir sundurliðun á sparnaðartillögum við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og stöðu mála.

Vísað til bæjarstjóra til umsagnar.

58.1008211 - Gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur

Bæjarráð Kópavogs mótmælir fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum Orkuveitu Reykjavíkur.

59.1008236 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa

Ármann Kr. Ólafsson spurðist fyrir um hljóðvörn vegna hávaða frá Players.

Vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 17:15.