Bæjarráð

2566. fundur 21. október 2010 kl. 08:15 - 10:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1010018 - Byggingarnefnd 19/10

1320. fundur

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um hvað hefur innheimst af dagsektum af Vindakór.

 

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

2.1009017 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 19/10

Fskj. 9/2010

Bæjarráð staðfestir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

3.1010016 - Félagsmálaráð 19/10

1293. fundur

4.1010017 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 18/10

3. fundur

5.1010015 - Hafnarstjórn 19/10

69. fundur

6.1010014 - Íþrótta- og tómstundaráð 20/10

258. fundur

Bæjarráð óskar eftir greinargerð íþróttadeildar um ástæður þess að ekki hafi verið tekið tillit til leiðaráætlunar Strætó við skipulag æfingatíma í íþróttamannvirkjum.

7.1009212 - Umsókn kraftlyftingadeildar Breiðabliks um afnot gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli undir starfsemi dei

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

8.1010003 - Lista- og menningarráð 18/10

365. fundur

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur að bæjarsjóður sé ekki aflögufær að sinni og því eigi ekki að greiða út styrki sem þessa nú.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir leggjast gegn því að stofnanir bæjarins sæki um og fái styrki hjá bænum líkt og fram kemur undir lið 27 í fundargerðinni.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson."

9.1010007 - Skipulagsnefnd 20/10

1183. fundur

10.1008101 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.1010191 - Þorrasalir 1 - 15, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

12.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

13.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

14.1010010 - Skólanefnd 18/10

19. fundur

15.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 22/9

777. fundur

16.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/9

778. fundur

17.1010013 - Umhverfisráð - 495

18.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð fram til samþykktar "Áætlun um uppbyggingu á náttúrustofum/útikennslusvæðum í Kópavogi".

Bæjarráð vísar áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar.

19.805067 - Reglur um kattahald

Frá bæjarstjóra, lagðar fram reglur um kattahald í Kópavogi, sem samþykktar voru í bæjarstjórn 29/9 sl.

Bæjarráð samþykkir drög að reglum um kattahald og við bætist ný grein sem hljóði svo:

"Gelda skal alla fressketti sex mánaða og eldri sem ganga lausir utandyra."

 

Bæjarráð samþykkir að auglýsa reglur um kattahald í Kópavogi.

20.1009241 - Umhverfisvika í MK

Frá bæjarstjóra, dags. 20/10, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 7/10 varðandi styrkbeiðni og strætóskýli í tengslum við umhverfisviku MK. Í umsögninni kemur fram tillaga um styrk að upphæð kr. 30.000.

Bæjarráð samþykkir tillögu um styrk.

21.1010021 - Beiðni um styrk vegna nemakeppni AEHT í Lissabon í Portúgal

Frá bæjarstjóra, dags. 20/10, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 7/10, þar sem lagt er til að styrkur verði veittur að upphæð kr. 60.000,-.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

22.1010171 - Samningur við Sælkeraveislur ehf.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19/10, umsögn um erindi Samtaka iðnaðarins varðandi útboð á reksktri mötuneyta í grunnskólum Kópavogs.

Lagt fram.

23.1001011 - Skóli Ísaks Jónssonar óskar eftir þjónustusamningi

Sviðsstjóri fræðslusviðs mætir til fundar og gerir grein fyrir umsögn sinni, dags. 24/9, sem frestað var í bæjarráði 7/10 sl.

Bæjarráð hafnar erindinu en bendir á að á vettvangi SSH eru samningar við einkaskóla til skoðunar og tekur bæjarstjóri Kópavogs þátt í þeirri vinnu.

24.1010175 - Frá SSH, drög að samningi um "samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða

Félagsmálastjóri mætir til fundar varðandi samninginn.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða.

 

Ármann Kr. Ólafsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

25.1009068 - Bakkabraut 9, varðar rekstrarleyfi fyrir steypustöðina Borg.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram að nýju bréf til Steypustöðvarinnar Borgar þar sem tilkynnt er um stöðvun á rekstri fyrirtækisins, ásamt beiðni Borgar um frest. Málinu var frestað í bæjarráði 14/10 sl.

Bæjarráð hafnar erindi Steypustöðvarinnar Borgar og felur byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni að stöðva ólögmæta starfsemi steypustöðvarinnar.

26.1010167 - Lyfjastofnun óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um umsókn um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð

Frá bæjarlögmanni, dags. 19/10, umsögn um umsókn Lyfjastofnunar um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Ögurhvarfi 3 í Kópavogi. Engin lyfjaverslun er á þessu svæði og mælt er með veitingu leyfisins.

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.

27.1010163 - Óskað eftir að bæjaryfirvöld stöðvi sumarbústaðaframleiðslu sem fer fram á Hlíðarvegi 29

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 19/10, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 14/10 sl. varðandi sumarhús í smíðum, þar sem lagt er til að húsið verði farið af lóðinni eigi síðar en 28/10 nk.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

28.1001080 - Vefsíðumál leikskóla

Frá forstöðumanni UT deildar, dags. 11/10, upplýsingar um vefsíðumál leikskólanna, sem óskað var eftir í bæjarráði 7/10 sl.

Lagt fram.

29.1010180 - Tónahvarf 7. Stjórnsýslukæra, ákvörðun bæjarráðs að hafna beiðni um skil á lóðinni og fá endurgreiðs

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 12/10, varðandi fyrirsjáanlegar tafir á úrskurði ráðuneytisins í málinu.

Lagt fram.

30.1010243 - Skólabragur. Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 13/10, tilkynning um og dagskrá málstofu um skólamál, sem haldin verður 1/11 nk. í Háskóla Íslands.

Lagt fram.

31.1008013 - Kópavogsbakki 4 og 6. Kvörtun vegna fundar með Þórði Þórðarsyni og Birgi Sigurðssyni

Frá JP lögmönnum, athugasemdir vegna tillögu um afturköllun byggingarleyfis fyrir Kópavogsbakka 4.

Bæjarráð vísar athugasemdunum til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

32.1010183 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2010

Frá eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 12/10, tilkynning um greiðslu ársins til Kópavogsbæjar að upphæð kr. 26.088.000,-.

Lagt fram.

33.1010242 - Beiðni um fjárstuðning við Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavík, dags. 5/9, óskað eftir styrk til starfsemi nefndarinnar.

Bæjarráð hafnar erindinu en bendir á stuðning bæjarins til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.

34.1006156 - Unglingamót milli landa á liðnu sumri

Frá Lionsklúbbnum Ýr, dags. 14/9, þakkir færðar Kópavogsbæ fyrir veittan stuðning við framkvæmd unglingaskipta milli landa á árinu.

Lagt fram.

35.910261 - Snorraverkefnið sumarið 2010

Frá Snorraverkefninu, dags. 14/9, þakkir færðar Kópavogsbæ fyrir veittan stuðning við verkefnið á árinu.

Lagt fram.

36.1010046 - Kosningar í framkvæmdaráð

Kosning þriggja varamanna í framkvæmdaráð, sem frestað var í bæjarráði 7/10, og tillaga um tilnefningu áheyrnarfulltrúa í framkvæmdaráð, sem frestað var í bæjarráði 7/10.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:  Hjálmar Hjálmarsson og Rannveig H. Ásgeirsdóttir

Af B-lista:  Gunnar Ingi Birgisson

 

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókar að hann muni ekki þiggja laun fyrir setu í framkvæmdaráði.

 

Tillaga frá Ómari Stefánssyni um skipan áheyrnarfulltrúa í framkvæmdaráð, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 7. október sl., tekin til afgreiðslu. Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

37.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda

II. Skipulagsmál

38.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

39.1010304 - Bókun frá bæjarfulltrúa

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður fagnar þeirri nýjung að leitað skuli eftir ábendingum starfsfólks við gerð fjárhagsáætlunar og hvetur starfsfólk til þátttöku í verkefninu.

Hjálmar Hjálmarsson."

40.1010305 - Ósk um 9 mánaða uppgjör

Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir því að fá 9 mánaða rekstraruppgjör bæjarins.

41.1010306 - Ósk um upplýsingar

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um stöðu lánalína bæjarins hjá viðskiptabönkum.

42.1010307 - Ítrekun fyrri fyrirspurna

Gunnar Ingi Birgisson óskar svara við fyrirspurnum frá fyrri fundum.

43.1010308 - Útboð endurskoðunar

Ómar Stefánsson spurðist fyrir útboð á endurskoðun bæjarins.

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti að endurskoðun verður boðin út á næsta ári.

Fundi slitið - kl. 10:30.