Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Miðvikudaginn 22. júní 2011 kl. 14:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Framleiðsla á mat fyrir grunnskóla í Kópavogi 2011 - 2012"" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Kópavogsbæ dagsett í maí 2011. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Eftirfarandi tilboð bárust (heildarverð):
H og K veitingar ehf. kr. 95.375.300,-
Skólamatur ehf. kr. 102.040.080,-
Sláturfélag suðurl. kr. 58.735.495,- (2 skólar)
Eldhús sælkerans ehf. kr. 107.096.120,-
Lagt er til að leitað verði samninga við Skólamat ehf.
Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að taka gjaldskrá á skólamáltíðum fyrir veturinn 2011-2012 til endurskoðunar.
Vísað til sviðsstjóra menntasviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.