Bæjarráð

2540. fundur 04. mars 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1002027 - Félagsmálaráð 2/3

1279. fundur

2.1002320 - Starfslýsing

Lögð fram starfslýsing sbr. lið 8 í fundargerð félagsmálaráðs 2/3.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.1001160 - Fundargerð hafnarstjórnar 24/2

64. fundur

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég legg áherslu á að notkun hafnarinnar verði ekki breytt frá því sem nú er án samráðs við íbúasamtök í vesturbænum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

4.1002009 - Leikskólanefnd 2/3

3. fundur

5.1002146 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 02.03.2010

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

6.1001275 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í ljósi þess að hagnaður af einum einkareknu leikskólanna í bænum var um 5 milljónir á síðasta ári er ástæða til að íhuga eftirfarandi:

Hvernig getur frekar lítill leikskóli skilað 5 milljóna rekstrarafgangi á sama tíma og aðrir leikskólar bæjarins þurfa að hagræða í sparnaðarskyni og leikskólagjöld hækka vegna þyngri reksturs?

Er ástæða til að endurskoða framlag til einkarekinna leikskóla í bænum?

Hvernig eru leikskólabörn valin inn á leikskólann?

Það er eðlilegt að óska eftir ítarlegri greinargerð leikskólasviðs um hvort rekstrarlegar forsendur séu þær sömu og annarra leikskóla í bænum.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson."

7.1002016 - Lista- og menningarráð 18/2

351. fundur

Bæjarráð óskar eftir að Linda Udengaard mæti til næsta fundar bæjarráðs vegna liðar 3, mál nr. 0909009.

8.1002022 - Skólanefnd 25/2

4. fundur

9.1002026 - Skólanefnd 1/3

5. fundur

10.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 22/2

132. fundur

11.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 26/2

133. fundur

12.1003020 - Ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2009

Lagður fram ársreikningur Strætó bs. fyrir 2009 sbr. lið 1. í fundargerð stjórnar Strætó 26/2

13.1003035 - Sameining skóla

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 3/3, tillaga um að sameina Hjallaskóla og Digranesskóla næsta haust.

Til fundarins mættu sviðsstjóri fræðslusviðs, skólastjóri Hjallaskóla og skólastjóri Digranesskóla.

 

Hlé var gert á fundi kl. 16.26. Fundi var fram haldið kl. 16.33

 

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Bæjarlögmaður mætti til fundar og gerði grein fyrir umsögn sinni um málið, sem frestað var á fundi bæjarráðs 25/2 sl.

Hlé var gert á fundi kl. 17.03. Fundi var fram haldið kl. 17.17.

 

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar SF óska eftir að málinu verði frestað og benda á ákveðið ósamræmi í stjórnsýslu bæjarins þar sem íbúum virðist við fyrstu sýn vera mismunað.  Áður en frekari ákvörðun verður tekin í málinu óskum við samanburðar á málsmeðferð bæjarins vegna Fróðaþings 20 og svo vegna Heiðarþings 2 - 4 því ekki verður séð í fljótu bragði að þar hafi verið gætt jafnræðis og meðalhófs.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

15.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju drög að nýrri bæjarmálasamþykkt, sem frestað var á fundi bæjarráðs 14/1 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

16.1002278 - Tillaga um afleysingar vegna fæðingarorlofs sviðsstjóra fræðslusviðs

Frá bæjarstjóra, dags. 24/2, tillaga, sem frestað var á fundi bæjarráðs 25/2, um að Árni Þór Hilmarsson, gæðastjóri, leysi sviðsstjóra fræðslusviðs af í fæðingarorlofi hans. Þá leysi Sigurður Guðmundsson, aðstoðarmaður gæðastjóra, Árna Þór af yfir sama tímabil.

Bæjarstjóri dró tillögu sína til baka.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

17.1002197 - Norræn vinabæjaráðstefna. Boðsmiði.

Frá bæjarstjóra, dags. 3/3, tillaga um að Ómar Stefánsson sæki norræna vinabæjaráðstefnu, sem haldin verður í Trondheim í Noregi.

Guðríður Arnardóttir lagði fram tillögu um að fulltrúi minnihluta Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi sæki norræna vinabæjaráðstefnu ásamt Ómari Stefánssyni.

 

Bæjarráð samþykkir að Ómar Stefánsson og Flosi Eiríksson sæki norræna vinabæjaráðstefnu, sem haldin verður í Trondheim í Noregi.

18.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006.

Frá bæjarritara, dags. 24/2, sundurliðun fjárframlaga til stjórnmálasamtaka vegna ársins 2010.

Lagt fram.

19.811349 - Glaðheimar, leiga á hesthúsum.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/3, tillaga varðandi greiðslur fyrir afnot af hesthúsum í Glaðheimum.

Hlé var gert á fundi kl. 17.35. Fundi var fram haldið kl. 17.44.

 

Greidd voru atkvæði um leið 2 í tillögu skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs. Tveir greiddu atkvæði með tillögunni en tveir greiddu atkvæði gegn henni. Tillagan er því felld.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

20.1002198 - Umferðarljós og lýsing á Fífuhvammsvegi við Smáralind.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/3, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 25/2.

Umsögn lögð fram og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að svara bréfritara.

21.1002187 - Varðandi skerðingu á liðveislu til fatlaðs fólks og fjölskyldna fatlaðra barna.

Frá félagsmálastjóra, dags. 1/3, umsögn, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 19/2, ásamt svörum við spurningum bréfritara.

Hlé var gert á fundi kl. 18.29. Fundi var fram haldið kl. 18.32.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

22.1001145 - Lóðir við Þorrasali 1-3 og 5-7. Framkvæmdir á árinu 2010.

Mál sem frestað var í bæjarráði 25/2, varðandi samkomulag við ÁF-hús um lóðagjöld.

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir lóðarhafa á að hafa samband við fjármálastjóra vilji hann semja um gjalddaga skuldabréfs.

23.910065 - Boðaþing 1 - 3, breytt deiliskipulag.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 2/3, tillaga um að staðfesta afgreiðslu skipulagsnefndar frá 19. janúar 2010 á breytingu deiliskipulags við Boðaþing 1-3, 14-16 og 18-20. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um samtals 24 og bílastæðum um 49.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar á deiliskipulagi við Boðaþing 1-3, 14-16 og 18-20.

24.1003032 - Kynning á skipulagstillögum með fullnægjandi hætti

Frá Skipulagsstofnun, dags. 23/2, leiðbeiningar varðandi hvað telst fullnægjandi kynning um skipulagstillögur lögum samkvæmt.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

 

Guðríður Arnardóttir bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur of langt gengið í kynningum á skipulagsbreytingum.

Guðríður Arnardóttir"

25.810496 - Svæðisskipulag. Græni trefillinn, breytt skilgreining.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 24/2, endursendur undirritaður uppdráttur, ásamt afriti af auglýsingu til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Lagt fram.

26.1002268 - Heilsubarir í sundlaugum Kópavogs

Frá Þorsteini Sæþóri Guðmundssyni og Þórunni Heiðu Gylfadóttur, dags. 22/2, óskað eftir leyfi til að opna heilsubari í sundlaugum Kópavogs, ásamt kynningu á fyrirhugaðri starfsemi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til umsagnar.

27.1003019 - Umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2010.

Frá Rannsóknamiðstöð Íslands, dags. 26/2, sótt um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna fyrir árið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

28.1003018 - Umsókn um styrk vegna kynnisferðar nemenda Fangavarðarskólans 2010.

Frá Fangavarðaskólanum, dags. 24/2, styrkbeiðni vegna kynnisferðar níu nemenda til tveggja fangelsa í Danmörku dagana 10. - 13. apríl nk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

29.1002265 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá skíðadeild Víkings, dags. 23/2, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af skíðaskála félagsins í Bláfjöllum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

30.1002264 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá skíðadeild ÍR, dags. 23/2, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af skíðaskála félagsins í Bláfjöllum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

31.1003027 - Beiðni frá Svifflugfélagi Íslands um niðurfellingu fasteignagjalda af mannvirkjum félagsins á Sandsk

Frá Svifflugfélagi Íslands, dags. 10/2, óskað eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af fasteignum félagsins á Sandskeiði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

32.1002282 - Hússjóður Öryrkjabandalagsins óskar eftir lækkun fasteignagjalda af eignum sjóðsins í Kópavogi

Frá Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins, dags. 24/2, óskað eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af 29 íbúðum í Kópavogi, sem leigðar eru öryrkjum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

33.1002267 - Beiðni um niðurfellingu útsvars að hluta vegna áranna 2008 og 2009.

Frá íbúa í bænum, dags. 12/2, óskað eftir fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrvinnslu.

34.1003002 - Landsendi 13 (lóð nr. 21). Lóðarskil.

Frá Húseik ehf., dags. 26/2, lóðinni að Landsenda 13 skilað inn.

Lagt fram.

35.906243 - Starfsleyfi frá bæjarstjórn

Frá Gunnari I. Birgissyni, dags. 3/3, tilkynning um að hann hyggist mæta á næsta fund bæjarstjórnar þann 9/3 nk.

Lagt fram.

36.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I.  Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

37.1003045 - Ráðning í starf forstöðumanns almannatengsla.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

 

"Fulltrúar Samfylkingarinnar minna bæjarráð á eftirfarandi  samþykkt bæjarstjórnar frá 30. desember:  "Engar ráðningar í yfirstjórn bæjarins verða heimilaðar á árinu 2010 nema með samþykki bæjarráðs"

Í ljósi þessarar bókunar vakti auglýsing í Fréttablaðinu athygli okkar þar sem auglýst er eftir upplýsingafulltrúa bæjarins.  Á tímum niðurskurðar og skerðingar í þjónustu við bæjarbúa er hér kjörið tækifæri til að sparnaðar í yfirstjórn.  Staða almannatengils í Kópavogi er fremur ný, en allar götur hefur Kópavogur komist af án sérstaks almannatengils.  Það er því ljóst að meirihlutaflokkarnir ætla að tryggja góð almannatengsl fyrir kosningarnar í vor á kostnað skattgreiðenda í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18.51. Fundi var fram haldið kl. 18.56.

Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Forstöðumaður almannatengsla var ráðinn á miðju ári 2007. Í kjölfarið hefur kostnaður vegna kynningarmála lækkað verulega enda hefur forstöðumaðurinn sinnt mörgum verkefnum sem áður voru aðkeypt. Ljóst er að ekki er hægt að sinna þessum verkefnum með sambærilegum hætti nema með ráðningu nýs manns.

Ármann Kr. Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Ómar Stefánsson"

Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður tekur undir bókun Samfylkingarinnar og bendir á að það fé sem hefði sparast með því að sleppa ráðningu almannatengils hefði mátt nota til að taka aftur upp gjaldfrjálsar sundferðir eldri borgara.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Fundi slitið - kl. 17:15.