Bæjarráð

2675. fundur 21. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1302013 - Atvinnu- og þróunarráð, 18. febrúar

13. fundur

Lagt fram.

2.1302008 - Barnaverndarnefnd, 14. febrúar

23. fundur

Lagt fram.

3.1302012 - Félagsmálaráð, 19. febrúar

1346. fundur

Lagt fram.

4.1302547 - Kópavogsbraut 41- nýtt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

Félagsmálaráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs, sbr. lið 3 í fundargerð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

5.1301029 - Forvarna- og frístundanefnd, 13. febrúar

14. fundur

Lagt fram.

6.1302009 - Lista- og menningarráð, 14. febrúar

13. fundur

Lagt fram.

7.1205409 - Kópavogstún, Kópavogsbærinn og Kópavogshælið.

Lista- og menningarráð tilnefnir Unu Björg Einarsdóttur varamann í stjórn Kópavogsfélagsins.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1301025 - Skólanefnd MK, 15. janúar

23. fundur

Lagt fram.

9.1301025 - Skólanefnd MK, 12. febrúar

24. fundur

Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu til ályktunar:

"Bæjarráð Kópavogs lýsir yfir áhyggjum af því að stjórn Menntaskólans í Kópavogi þurfi að gera áætlun fyrir árið 2013 með 35 milljóna króna halla sem getur skapað mikinn rekstrarvanda í framtíðinni. Þá eru gerðar óraunhæfar kröfur um sértekjur skólans eins og fram hefur komið hjá stjórninni.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði til að tillögu bæjarstjóra að ályktun verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra að ályktun var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þar sem um tillögu sem  á að lýsa áhyggjum bæjarráðs en ekki  bæjarstjórnar enn sem komið er, tel ég rétt að afgreiða hana í bæjarráði.

Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir og Arnþór Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Afkoma menntaskólans í Kópavogs er betri á horfðist.  Skólinn fékk viðbótartekjur þar sem nemendur voru fleiri en gert var ráð fyrir, sem og vegna framlags með nemendum í átakinu Nám er vinnandi vegur.  Vissulega hefur verið mikið aðhald í rekstri skólans undanfarin ár vegna núverandi efnahagsástands en eins og kemur fram í fundargerð skólanefndar MK telur skólanefndin stöðuna viðunandi miðað við aðstæður.

Undirrituð bendir hins vegar á að framhaldsskólar landsins munu ekki geta hagrætt í rekstri sínum frekar en verið hefur, lengra verður ekki gengið í þeim efnum.

Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það má ljóst vera af þessu að fjárveitingar til framhaldsskóla eru engan veginn ásættanlegar.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson"

10.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 15. febrúar

119. fundur

Lagt fram.

11.1301043 - Stjórn SSH, 7. janúar

385. fundur

Lagt fram.

12.1301043 - Stjórn SSH, 11. febrúar

386. fundur

Lagt fram.

13.1301739 - Minnisblað um úttekt séreignarlífeyris.

Frá bæjarlögmanni og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 18. febrúar, minnisblað um úttekt séreignarlífeyris, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 31. janúar sl.

Lagt fram.

14.1302154 - Bæjarlind 6, SPOT. Nemendafélag FG. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til að halda s

Frá bæjarlögmanni, dags. 20. febrúar, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nemendafélags FG, kt. 660287-2649, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 21. febrúar 2013, frá kl. 22:00 ? 2:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

15.1302443 - Fyrirspurn um starfslok bæjarstjóra.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19. febrúar, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 14. febrúar sl. um stöðu starfslokasamnings fyrrverandi bæjarstjóra.

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir óskar eftir að málið verði sér dagskrármál á næsta fundi bæjarstjórnar.

16.1301564 - Yfirlit yfir viðskipti vegna markaðs- og kynningarmála.

Frá forstöðumanni almannatengsla, dags. 13. febrúar, yfirlit yfir viðskipti vegna markaðs- og kynningarmála, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 24. janúar sl.

Lagt fram.

17.1302440 - Greiðslur vegna Markaðsstofu. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Frá skrifstofustjóra almennrar skrifstofu, dags. 19. febrúar, yfirlit yfir kostnað í tengslum við Markaðsstofu Kópavogs.

Lagt fram.

18.1302084 - Kópavogsgerði 1-3. Ósk um nafnbreytingu á lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. febrúar, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 7. febrúar sl. varðandi ósk um nafnbreytingu á lóðarréttindum Kópavogsgerði 1-3, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn einu að framsal lóðarréttinda Kópavogsgerði 1-3 verði heimilað til hins nýstofnaða félags Bf. Gerði ehf., kt. 631113-0160. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

19.1212059 - Öldungamót BLÍ 2013

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 20. febrúar, samkomulag um aðgang að sundlaugum í tengslum við öldungamót BLÍ dagana 28. - 30. apríl nk.

Lagt fram.

20.1302646 - Breytingar á gjaldskrá Sorpu bs

Frá Sorpu bs., dags. 13. febrúar, tilkynning um breytta gjaldskrá skv. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Stjórnin samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 11. febrúar sl.

Lagt fram.

21.1302647 - Nýtt áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið. Ósk um tilnefningu tengiliðs

Frá Almannavarnanefnd hbsv., dags. 15. febrúar, óskað eftir tilnefningu tengiliðs Kópavogs til að bera ábyrgð á samskiptum við starfshóp almannavarna skv. nýju áhættumati fyrir svæðið.

Bæjarráð tilnefnir sviðsstjóra umhverfissviðs.

22.1302405 - Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2013

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar, dags. 8. febrúar, tillaga tryggingastærðfræðings um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2013 verði 57%, óbreytt frá fyrra ári.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Ég óska eftir svari á fundinum frá Guðríði Arnardóttur, fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar: Er búið að taka fyrir í stjórn LSK erindi frá Kópavogsbæ um að fundargerðir stjórnarinnar verði lagðar fyrir Kópavogsbæ?

Ármann Kr. Ólafsson"

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vek athygli á því að Guðríður Arnardóttir svarar ekki fyrirspurn minni.

Ármann Kr. Ólafsson"

23.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Frá Námsmatsstofnun, dags. 11. febrúar, tilkynning um fyrirhugaða úttekt á framkvæmd mats á starfi Álfhólsskóla á tímabilinu febrúar - júní 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

24.1302608 - Þorrasalir. Framkvæmda- og skipulagshugmynd

Frá Leigugörðum ehf. og MótX ehf., dags. 15. febrúar, hugmyndir um framkvæmdir á svæðinu milli Þorrasala og kirkjugarðsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

25.1301236 - XXVII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 15. mars 2013

Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 14. febrúar, tilkynning um dagskrá 27. landsþingsins 15. mars á Grand hóteli í Reykjavík.

Lagt fram.

26.1302628 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2013

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 18. febrúar, tilkynning um aðalfund sjóðsins þann 15. mars á Grand hóteli Reykjavík.

Lagt fram.

27.1302164 - Samskipti við landeigendur á Nónhæð. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð minnir bæjarstjóra á fyrirspurn sína varðandi samskipti hans og lóðarhafa Nónhæðar, sem hann hefur ekki svarað.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Aðdróttanir Guðríðar um aðkomu bæjarfulltrúa eiga við engin rök að styðjast.

Ómar Stefánsson"

28.1302691 - Starfsemi Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Tillaga frá Arnþóri Sigurðssyni.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að bæjarstjóri kanni þann möguleika að leggja niður LSK eða sameina hann öðrum lífeyrissjóði eða stofna gegnumstreymissjóð hjá Kópavogsbæ. Ljóst er að mikill kostnaður fylgir rekstri lífeyrissjóðs og væri því heppilegt að leita leiða til þess að minnka kostnað.

Arnþór Sigurðsson"

Bæjarráð samþykkir tillögu Arnþórs Sigurðssonar með fjórum atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

29.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Tilnefning bæjarráðs í stjórn Markaðsstofu Kópavogs. Bæjarstjórn vísaði afgreiðslu til bæjarráðs.

Tilnefndir eru:

Theódóra Þorsteinsdóttir

Sigurjón Jónsson

Pétur Ólafsson

Garðar H Guðjónsson

30.1302692 - Tryggingaiðgjöld af húseignum. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um kostnað sem Kópavogsbær hefur þurft að bera s.l. 7 ár, frá 2005-2013 vegna tryggingaiðgjalda af húseignum sem eru ekki til.

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.