Bæjarráð

2646. fundur 21. júní 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1206019 - Atvinnu- og þróunarráð, 19. júní

4. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Tillaga atvinnu- og þróunarráðs, sbr. lið 1 í fundargerð 19/6, vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1206457 - Ósk um að Kópavogsbær sjái um aðstöðu á tjaldstæðinu á Hælistúni vegna "Símamótsins" 12-15.júlí 2012

Lagt fram erindi frá Breiðabliki, dags. 12. júní, þar sem óskað er eftir fyrirgreiðslu vegna Símamótsins. Ráðið tekur jákvætt í málið en vísar til bæjarráðs þar sem ráðið hefur ekki yfir fjárheimildum að ráða.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

4.1206021 - Félagsmálaráð, 19. júní

1332. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1104299 - Reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk

Reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk, samþykktar á fundi félagsmálaráðs 19/6, sbr. lið 10 í fundargerð.

Bæjarráðs vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

6.1206023 - Framkvæmdaráð, 20. júní

33. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1206402 - Álmakór 17. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina á grundvelli umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að úthluta Kristjáni G.Leifssyni, kt. 230873-5699, byggingarrétti á lóðinni Álmakór 17.

8.1206424 - Lækjarbotnaland 36. Beiðni um leigu.

Erindi frá lóðarhöfum Lækjarbotnalandi 35, vísað til afgreiðslu bæjarráðs, sbr. lið 7 í fundargerð.

Bæjarráð staðfestir fyrri afgreiðslu sína þar sem erindinu var hafnað.

9.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið, 7. júní

8. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1205409 - Skýrsla starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið

Lögð fram skýrsla starfshópsins, dags. 20. júní.

11.1206009 - Skipulagsnefnd, 19. júní

1211. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1203154 - Álmakór 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

13.1204229 - Aflakór 1-3, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

14.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

15.1206283 - Hólmaþing 5a - Breyting á lóðamörkum.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

16.1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

17.701177 - Vatnsendablettir 730-739, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

18.1206312 - Vallakór 2 - Stækkun byggingareitar

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

19.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

20.1206330 - Kópavogstún - Litboltavöllur

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

21.1206020 - Skólanefnd, 18. júní

45. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.1203167 - Skólavog

Skólanefnd mælir með að Kópavogsbær kaupi aðgang að nýju upplýsinga- og greiningarkerfi fyrir sveitarfélög, Skólavoginni. Nefndin mælir með leið 1 samkvæmt framlögðu minnisblaði og leggur til að um þriggja ára tilraunaverkefni verði að ræða sem verði endurskoðað að þeim tíma liðnum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

23.1206015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 18. júní

22. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvað er að frétta af starfshópi um almenningssamgöngur sem stofnaður var í janúar.

Hjálmar Hjálmarsson"

24.1204283 - Umhverfisviðurkenningar 2012

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20/6, tillaga að götu ársins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

25.812106 - Þríhnúkar / Þríhnúkagígur

Frá bæjarstjóra, dags. 20. júní, tillaga um kaup á hlutafé í Þríhnúkum ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kaupum á hlutafé í samræmi við tillöguna.

26.1206269 - Óskað heimildar til að auglýsa tvær lausar stöður félagsráðgjafa í ráðgjafa- og íbúðadeild velferðar

Lagt fram að nýju erindi frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, velferðarsviðs Kópavogs, dags. 12. júní þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa tvær lausar stöður félagsráðgjafa í ráðgjafa - og íbúðadeild velferðarsviðs, mál sem frestað var í bæjarráði 14/6 sl.

Bæjarráð samþykkir erindið.

27.1206007 - Óskað eftir styrk í formi áheits vegna Ísgolfs Kiwanis 2012

Frá bæjarritara, dags. 20/6, umsögn um styrkbeiðni, þar sem lagt er til að styrkur verði veittur að upphæð 250.000,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara um styrkveitingu að upphæð 250.000,- kr.

28.1110242 - Atvinnutorg

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15/6, yfirlit yfir stöðu skráninga í Atvinnutorgi.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og þróunarráðs ásamt fyrirliggjandi upplýsingum um Vinnandi veg til upplýsinga.

29.1205407 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19/6, tilkynning varðandi fyrirhugaða fjármálaráðstefnu sveitarfélaga dagana 27. - 28. september nk.

Lagt fram.

30.1206449 - Áherslubreytingar fjárlaganefndar við fjárlagagerð. Óskað eftir athugasemdum sveitarstjórna

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 18/6, upplýsingar varðandi fyrirkomulag árlegra funda með sveitarfélögum í tengslum við gerð fjárhagsáætlana.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

 

Bæjarráð óskar eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefji viðræður við ríkisvaldið vegna breytinga á reikningsskilareglum og áhrif þeirra á reglur um skuldahlutfall sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur til viðmiðunar lögum samkvæmt.

31.1107133 - Úrskurður í stjórnsýslumáli leikskólans Kjarrsins ehf. gegn Kópavogsbæ

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 19/6, úrskurður í stjórnsýslumáli, þar sem kæru leikskólans Kjarrsins er vísað frá.

Lagt fram.

32.1109278 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 og innleiðing á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrga

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 15/6, óskað umsagnar um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 fyrir 15. ágúst nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

33.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá héraðsdómi Reykjaness, dags. 14. júní, úrskurður í máli E-971/2011, Vatnsendi - eignarnám.

Lagt fram.

34.1206373 - Kjörgengismissir fulltrúa Y-lista vegna flutnings úr sveitarfélaginu

Frá Guðmundi Frey Sveinssyni, dags. 14/6, þar sem hann segir af sér sem varabæjarfulltrúi Y-lista Kópavogsbúa, aðalmaður í íþróttaráði og varamaður í forvarna- og frístundanefnd.

Lagt fram.

35.1206370 - Umsókn um skólavist 2012-2013

Frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dags. 12/6, óskað eftir afstöðu bæjarins til umsóknar um skólavist nemanda utan sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið.

36.1206316 - Áskorun til bæjaryfirvalda um að bæta öryggi barna á Kópasteini/Undralandi í umferðinni.

Frá foreldraráði leikskólans Kópasteins, dags. 21/5, áskorun til bæjaryfirvalda varðandi umferðaröryggi við Kópastein/Undraland, skv. meðfylgjandi undirskriftalista.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

37.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Kosningum í hverfakjörstjórnir var vísað til afgreiðslu bæjarráðs, sem frestaði málinu á fundi sínum 14/6 sl. Kosning þriggja stjórnarmanna í Smárann og þriggja í Kórinn.

Eftirfarandi voru kosnir í hverfakjörstjórnir:

 

Smárinn: Haukur Guðmundsson, Birna Bjarnadóttir, Steingrímur Steingrímsson

Kórinn: Gísli Rúnar Gíslason, Eiríkur Ólafsson, Ingibjörg Hinriksdóttir

38.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

III. Tillögur starfshóps um bætt vinnubrögð bæjarstjórnar.

IV. Sumarleyfi bæjarstjórnar.

39.1206473 - Reiðhjólastæði við skiptistöð í Hamraborg. Tillaga frá Pétri Ólafssyni

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður óskar eftir að kannað verði með uppsetningu reiðhjólastæða við aðalskiptistöð Strætó í Hamraborg.

Pétur Ólafsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til úrvinnslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundi slitið - kl. 10:15.