Bæjarráð

2663. fundur 22. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1211014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 20. nóvember

64. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

2.1211012 - Félagsmálaráð, 20. nóvember

1341. fundur

Lagt fram.

3.1211269 - Tillagan Vinna og virkni - Átak til atvinnu 2013. Hugmyndir um útfærslu hjá Kópavogsbæ

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 21. nóvember, tillögur lagðar fram og kynntar á fundi félagsmálaráðs 20. nóvember, sbr. lið 5 í fundargerð.

Hlé var gert á fundi kl. 8:35.  Fundi var fram haldið kl. 8:38.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð hefðu kosið að Kópavogsbær hefði hafið undirbúning að þátttöku í verkefninu nú þegar.

Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarfarandi bókun:

"Starfsfólk Kópavogsbæjar er búið að leggja mikinn tíma í undirbúning málsins eins og sjá má á þeim gögnum sem þegar liggja fyrir.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þess frekar er erfitt að átta sig á hvers vegna meirihlutinn kýs að fresta málinu.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það liggur ekkert samkomulag fyrir og staða verkefnisins óljós en auk þess er ærin ástæða til að skoða verkefnið betur áður en endanleg afstaða er tekin.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 8:45.  Fundi var fram haldið kl. 8:51.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Aðilar eru sammála um að verkefnið er þjóðhagslega hagkvæmt og skiptir verulegu máli fyrir þá einstaklinga sem um ræðir að verkefninu verði ýtt úr vör sem fyrst.

Guðríður Arnardóttir"

4.1210026 - Skipulagsnefnd, 20. nóvember

1218. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

 

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

5.1211010 - Skólanefnd, 19. nóvember

51. fundur

Lagt fram.

6.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 19. nóvember

80. fundur

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á þá miklu þörf sem er á fjölgun starfsmanna til þess að rækja lögbundið hlutverk Héraðsskjalasafns Kópavogs.  Í drögum að fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir lækkuðum framlögum til safnsins.

Guðríður Arnardóttir"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Héraðsskjalasafnið uppfyllir lögbundið hlutverk sitt.  Engar ábendingar eftirlitsaðila gefa neitt annað í skyn. Flutningur á safninu hefur ekkert með rekstur að gera og því endurspeglast sá kostnaður sem varð við flutning  safnsins á síðasta ári í kostnaði þessa árs.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er líka rétt að benda á að háar upphæðir hafa sparast í nýju húsnæði Héraðsskjalasafnsins nú þegar leigusamningi vegna húsnæðis Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:05.  Fundi var fram haldið kl. 9:09.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Minni á að byggingarkostnaður við kaup á húsnæði og innrétting þess fóru yfir 100% fram úr áætlunum eða tugum milljóna króna. Þá hefur húsnæðiskostnaður, sem felst í innri leigu, tæplega tvöfaldast.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í bókun bæjarstjóra kemur fram hörð ádrepa á starfsmenn Kópavogsbæjar.

Hjálmar Hjálmarsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Til lítils að bera slíkt saman þar sem bærinn er nú eigandi húsnæðisins í stað þess að borga offjár í leigu fyrir ónýtt húsnæði.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Pólitískir fulltrúar geta ekki skotist undan ábyrgð eins og Hjálmar gerir í bókun sinni. Ákvörðun um flutning Héraðsskjalasafnsins og kostnaðaráætlun vegna þess var á hans vakt.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður axlar með stolti þá ábyrgð að hafa komið að flutningi Héraðsskjalasafnsins í nýtt húsnæði.

Hjálmar Hjálmarsson"

Guðríður Arnardóttir tekur undir bókun Hjálmars Hjálmarssonar.

7.1210395 - Úthlutun afreksstyrkja

Frá bæjarstjóra, lagt fram yfirlit yfir úthlutun afreksstyrkja, sem óskað var eftir í bæjarráði 18. október sl.

Lagt fram.

8.708167 - Bæjarmálasamþykkt

Frá bæjarritara, dags. 21. nóvember, athygli vakin á að tillaga að nýrri bæjarmálasamþykkt þarf að vera samþykkt fyrir 1. janúar nk.

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óskar upplýsinga um hvort minnihluti hafi aðkomu að gerð nýrrar samþykktar.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, svaraði fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur með jákvæðum hætti.

Bæjarráð óskar eftir fresti til afgreiðslu nýrrar samþykktar þar sem fyrirmynd ráðuneytis er alltof seint fram komin.

9.1210323 - Styrktarbeiðni fyrir Höndina, mannúðar- og mannræktarsamtök

Frá bæjarritara, dags. 20. nóvember, svar við fyrirspurn varðandi styrkbeiðni fyrir Höndina, en erindið hefur verið afgreitt með styrkveitingu að upphæð kr. 75.000,-.

Lagt fram.

10.1211245 - Erindi varðandi samstarfsnefnd Starfsmannafélags Kópavogs og Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara og starfsmannastjóra, dags. 19. nóvember, umsögn vegna erindis Starfsmannafélags Kópavogs.

Lagt fram.

11.1210226 - Breiðahvarf 15. G.P.Luxury Apartment. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. nóvember, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 5. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn G.P Heildverslun ehf., kt. 501204-3230, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka heimagistingu í flokki 1, á staðnum G. P. Luxury Apartment að Breiðahvarfi 15, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti enda er staðsetning í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

12.1211262 - Kjóavellir. Samningur við Garðabæ og Andvara. Uppbygging og framkvæmdir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. nóvember, afsöl á eignum hestamannafélagsins Gusts á Glaðheimasvæðinu, skv. samningi milli Kópavogsbæjar og hestamannafélaganna Gusts og Andvara frá 8. júní sl. Einnig lögð fram til samþykktar bæjarráðs yfirlýsing varðandi tímasetningu einstakra greiðslna skv. áðurnefndum samningi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

13.1209334 - Erindi varðandi frágang á lóðum í Kórahverfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. nóvember, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 27. september sl. ásamt minnisblaði dags. 14. nóvember og tillögu að afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að hlutast til um viðeigandi aðgerðir varðandi lóðirnar nr. 2, 4, 5, 8 og 12 við Akrakór skv. tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs.

14.1210568 - Fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. nóvember, umsögn um erindi Sorpu varðandi mögulegar urðunarstöðvar. Ekki er talinn valkostur fyrir urðunarstað fyrir úrgang í lögsagnarumdæmi Kópavogsbæjar, þar sem mestur hluti óbyggðs lands fellur undir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

Lagt fram.

15.1211173 - Byggingareftirlit, starfsmannamál

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. nóvember, óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsmanni við byggingareftirlit.

Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum gegn einu.

16.1205278 - Stjórnsýslukæra. Kvörtun um að tölvupóstum um skipulag við Kópavogsbakka hafi ekki verið svarað

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 19.nóvember, lagt fram erindi innanríkisráðuneytisins varðandi stjórnsýslukæru, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur fallist á sjónarmið Kópavogsbæjar í öllum atriðum og kvörtuninni hefur verið vísað frá.

Lagt fram.

17.1110386 - Kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu á beiðni um gögn varðandi vatnsvernd

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 19. nóvember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem fallist var á sjónarmið Kópavogsbæjar og beiðni kæranda um endurupptöku hafnað.

Lagt fram.

18.1211043 - Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna

Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 13. nóvember, yfirlit yfir fyrirhugaðar greiðslur til stuðningsfjölskyldna, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 8. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna.

19.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 17 Byggðasamlög

Frá SSH, dags. 20. nóvember, lögð fram og óskað eftir umsögn um drög að eigendastefnu fyrir Strætó bs. og Sorpu bs., áður en framtíðarhópurinn heldur lengra með verkefnisvinnuna.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

20.1210539 - Kópavogsbærinn og Hælið - ákvörðun um friðun. Tilkynning frá Húsafriðunarnefnd

Frá Húsafriðunarnefnd, dags. 15. nóvember, tilkynnt að húsafriðun Hressingarhælisins í Kópavog nær til bæði ytra og innra byrðis hússins. Erindið var lagt fram og kynnt á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember, sbr. lið 21 í fundargerð.

Lagt fram.

21.1209088 - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2013. Umsóknareyðublöð, vinnureglur.

Frá innanríkisráðuneytinu, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 16. nóvember, áætluð upphæð kr. 98.600.000 framlags til Kópavogsbæjar vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

22.1211301 - Óskað umsagnar um frumvarp til laga um sjúkratryggingar

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 19. nóvember óskað umsagnar um frumvarp til laga um sjúkratryggingar (samningar sjúkratryggingastofnunar), 303. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

23.1211319 - Óskað umsagnar um frumvarp til laga um opinber innkaup

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 20. nóvember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um opinber innkaup, 288. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til umsagnar.

24.1211140 - Nýbýlavegur 8. Fyrirspurn varðandi afnot af lóð og bílaplani Dalbrekkumegin lóðar

Frá Alp hf., dags. 8. nóvember fyrirspurn varðandi fyrirhugað athafnasvæði við Nýbýlaveg.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

25.1209400 - Kópavogsgerði 1-3, 5-7 og Kópavogstún 10-12

Frá Veritas ráðgjöf slf., dags. 19. nóvember, óskað eftir endurskoðun á verði byggingarréttar á lóðunum Kópavogsgerði 1-3, 5-7 og Kópavogstúni 10-12.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

26.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnar 27. nóvember

I. Fundargerðir nefnda.

II. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013 - 2016.

III. Stjórnsýsluúttekt.

IV. Kosningar.

27.1210497 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013-2016

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð vill benda á að greinargerð með fjárhagsáætlun ársins 2013 hefur ekki enn borist bæjarfulltrúum.  Sú greinargerð sem þegar hefur verið lögð fram sem drög er verulega röng og í henni villur sem hreinlega gera það ómögulegt að lesa drög meirihlutans að fjárhagsáætlun af einhverju viti. Ég óska eftir því að rétt greinargerð verði lögð fram sem fyrst og eigi síðar en á morgun svo bæjarfulltrúar minnihlutans geti rýnt fjárhagsáætlun meirihlutans til gagns.

Guðríður Arnardóttir"

28.1211343 - Framkoma bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi. Bókun frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vegna veikinda var undirrituð ekki viðstödd síðasta bæjarstjórnarfund þann 13. nóvember en hlustaði á útsendingu af fundinum í útvarpinu.  Þar fóru umræður Gunnars Inga Birgissonar um mig og mína persónu algjörlega fram úr öllum velsæmismörkum.  Ég furða mig á því að forseti bæjarstjórnar skyldi ekki hafa vítt bæjarfulltrúann fyrir orðbragð í minn garð og þá sérstaklega þar sem ég var fjarstödd og gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér.  Að leyfa umræður um fjarstadda bæjarfulltrúa með þessum hætti er bæjarstjórn og forseta bæjarstjórnar til minnkunar.  Ég óska hér með eftir útskrift af öllum ræðum bæjarfulltrúans undir fundargerðum bæjarráðs frá umræddum bæjarstjórnarfundi fyrir bæjarstjórnarfundinn 27. nóvember.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 10.54. Fundi var fram haldið kl. 10.56.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.