Bæjarráð

2827. fundur 23. júní 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1605085 - Auðbrekkusvæði, reitur 1-3 og 4-6. Kæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Frá lögfræðideild, dags. 20. júní, lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 40/2016 þar sem kærðar voru fyrirhugaðar framkvæmdir á Auðbrekkusvæðinu.
Lagt fram.

2.16031031 - Smárinn deiliskipulag, kæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Frá lögfræðideild, dags. 20. júní, lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 29/2016 þar sem kærðar voru fyrirhugaðar framkvæmdir við Smárann vestan Reykjanesbrautar.
Lagt fram.

3.1606701 - Nýbýlavegur 16. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstur ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 20. júní, lagt fram bréf Samgöngustofu frá 8. júní þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórhalls Ásgeirssonar f.h. Gistingar BB44 ehf. um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 12 bifreiðar að Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi og hvað staðsetningu varðar er svæðið skilgreint sem athafna- og þróunarsvæði, en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda bifreiða.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda bifreiða.

4.1504767 - Hamraborg 14-38, bílageymsla.

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að segja upp samningi við Hamraborgarráðið frá 1993 að því er varðar rekstur bílageymslu Hamraborgar 14-38.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

5.1606887 - Álmakór 11, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. júní, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 11 frá Karli Eðvaldssyni, kt. 150979-3079 og Kristínu Ósk Leifsdóttur, kt. 120783-3519. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Karli Eðvaldssyni og Kristínu Ósk Leifsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 11 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1605351 - Fróðaþing 27. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. júní, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 27 frá Alberti Þór Magnússyni, kt. 250576-5529 og Lóu D. Kristjánsdóttur, kt. 191179-5369. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Alberti Þór Magnússyni og Lóu D. Kristjánsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþing 27 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.16061097 - Urðarhvarf 16. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. júní, lögð fram umsókn um lóðina Urðarhvarf 16 frá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, kt. 020874-4739 og Smárakirkju, kt. 460280-0529, ásamt greinargerð. Óskað er eftir því að Smárakirkjusöfnuður fái lóðina án endurgjalds og að söfnuðurinn komi að uppbyggingu áfangaheimilis á vegum Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

8.1206392 - Endurskoðun á þjónustusamningi við dagforeldra.

Frá daggæsluráðgjafa, dags. 20. júní, lagður fram til samþykktar uppfærður þjónustusamningur við dagforeldra í Kópavogi sem samþykktur var í leikskólanefnd þann 14. júní sl.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

9.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar.

Frá verkefnastjóra spjaldtölvuinnleiðingar, dags. 15. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs um kaup á spjaldtölvum vegna innleiðingar í grunnskólum Kópavogsbæjar. Óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við Skakkaturn ehf. um kaup á 1045 spjaldtölvum.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

10.16061152 - Opnunartími Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Frá forstöðumanni Menningarhúsa Kópavogsbæjar, dags. 21. júní, lögð fram tillaga um breyttan opnunartíma Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttum opnunartíma Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs með fimm atkvæðum.

11.16061107 - Fasteignamat 2017.

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 14. júní, lögð fram tilkynning um hækkun fasteignamats 2017.
Lagt fram.

12.1309516 - Greiðsla framlaga til eflingar tónlistarfræðslu og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 7. júní, lagt fram erindi vegna nýs samkomulags um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnám, þar sem sveitarfélögum er veittur frestur til 24. júní nk. til að skila inn upplýsingum um tónlistanám vegna skólaársins 2015-2016.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

13.16061037 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016 - 2019, 764. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. júní, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 (stjórnartillaga), 764. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

14.1606927 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál. Umsagnar

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. júní, lögð fram til umsagnar tillaga til þingaályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019 (stjórnartillaga), 765. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

15.1606013 - Félagsmálaráð, dags. 20. júní 2016.

1413. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

16.1606004 - Leikskólanefnd, dags. 14. júní 2016.

71. fundur leikskólanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

17.1605021 - Lista- og menningarráð, dags. 9. júní 2016.

61. fundur lista- og menningarráð í 3. liðum.
Lagt fram.

18.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. mars 2016.

66. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 1. lið.
Lagt fram.

19.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 10. júní 2016.

67. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.