Bæjarráð

2832. fundur 28. júlí 2016 kl. 08:15 - 10:11 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1607165 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2016.

Frá bæjarritara, dags. 22. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarskóla Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að fjárhæð kr. 3.202.902,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 3.202.902,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Tónlistarskóla Kópavogs.

2.1607295 - Boðaþing 18-20. Heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 20. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Boðaþings 18-20, Húsvirkis hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa um stöðu framkvæmda umsækjanda í Boðaþingi.

3.1607008 - Hamraborg 14, Jordan Grill ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 18. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jordan Grill ehf., kt. 470909-1610, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I, að Hamraborg 14, 200 Kópavogi skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

4.1607232 - Laufbrekka 6. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 18. júlí, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 8. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ágústs Sigurðssonar, kt. 080854-3239 f.h. Aukabónusar ehf., kt. 471085-0579 um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með átta bifreiðar að Laufbrekku 6, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi og rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem fjöldi bílastæði nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.

5.1607233 - Skemmuvegur 34A. Umsögn um staðsetningu bílaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 20. júlí, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 11. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjarka Pálssonar, kt. 240697-2469 f.h. Storkubergs ehf., kt. 630616-0180 um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með fjórar bifreiðar að Skemmuvegi 34A, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi og rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.

6.1606963 - Smiðjuvegur 56. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstur ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 19. júlí, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 14. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Egils Hjartarsonar, kt. 281081-5359 f.h. Réttingarverkstæðis Hjartar (Hjörtur Bragason ehf.), kt. 540900-2640 um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sex bifreiðar að Smiðjuvegi 56, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi og rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.

7.1607290 - Ferðaþjónusta fatlaðra útboð 2016 - 2023.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 20. júlí, lagt fram erindi, auk minnisblaðs, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi 2016-2023, ásamt greinargerð sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 26. júlí.
Aðalsteinn Sigfússon og Stefán L. Stefánsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Ármann Kr. Ólafsson tók sæti varamanns kl. 8.17.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út ferðaþjónustu fatlaðra til fimm ára með möguleika á framlengingu um tvö ár.

8.1607320 - Þorrasalir 25. Umsókn um lóð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. júlí, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 25 frá Steinari Erni Erlendssyni, kt. 180581-4139. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Steinari Erni Erlendssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 25.

9.1607359 - Beiðni um styrk vegna þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó de Janeiro.

Frá Þorsteini Halldórssyni, dags. 25. júlí, lögð fram beiðni um styrk vegna þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Ríó de Janero í september nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000,-. vegna þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra.

Birkir Jón Jónsson bókar:
"Ég er þessu samþykkur."

10.1607229 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir.

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 13. júlí, lagt fram erindi varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að óska eftir kynningu frá Íbúðalánasjóði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga á næsta fund bæjarráðs.

Bókun:
"Ég fagna þessum aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum. Það er brýnt að Kópavogur sýni metnað í því að stuðla að fjölgun á ódýrum og hagkvæmum leiguíbúðum. Rétt er að halda til haga skýrslu um húsnæðismál sem unnin var þverpólitískt með aðkomu allra flokka í Kópavogi - þar voru m.a. lagðar til aðgerðir sem samræmast þessum áherslum stjórnvalda. Þessar aðgerðir munu bæta stöðu margra fjölskyldna í húsnæðismálum enda um gríðarlega aðkallandi verkefni að ræða.
Birkir Jón Jónsson"

11.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli. Niðurstöðuskýrsla.

Frá Menntamálastofnun, dags. í júní, lögð fram skýrsla um ytra mat á Kársnesskóla sem unnin var í tilefni af samstarfsverkefni menningarmálaráðuneytis og SSH um ytra mat á grunnskólum árið 2016.
Lagt fram og vísað til sviðsstjóra menntasviðs og skólanefndar.

12.1606024 - Skipulagsnefnd, dags. 18. júlí 2016.

1279. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Lagt fram.

13.1607162 - Naustavör 5, 5a, 7, 9, 28-34.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. júlí, lögð fram tillaga Archus teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 16. júlí 2016, að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 5, 7, 9 og 28 til 34 en auk þess er stofnuð ný lóð Naustavör 5a undir háspennistöð. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015. Í breytingunni felst eftirfarandi: Naustavör 5; Byggingarreitur fjölbýlishúss að Naustavör 5 er felldur út. Naustavör 1 og 3 verður eftir breytinguna Naustavör 1, 3 og 5. Í stað fyrirhugaðs fjölbýlishúss er gert ráð fyrir opnu svæði og legu göngu- og hjólastígar. Þeim íbúðum sem gert hafði verið ráð fyrir í Naustavör 5 verða komið fyrir í Naustavör 9 og 28 til 34. Naustavör 5a; Stofnuð er ný lóð fyrir smáspennistöð austanvert við Naustavör 7. Lóðin verður 4x4 metrar. Naustavör 7; Í breytingunni felst að lóð er stækkuð til suðurs um 3 metra. Naustavör 9; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 34 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 16 fyrir Naustavör 9 á lóðinni. Naustavör 28 til 34; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarkshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 45 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

14.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 15. júlí 2016.

364. fundur stjórnar Sorpu í 4. liðum.
Lagt fram.

15.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 1. júlí 2016.

431. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

16.1607169 - Sameiginleg yfirlýsing sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega ver

Frá SSH, dags. 12. júlí, lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem samþykkt var að vísa til efnilegrar umfjöllunar og afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á fundi SSH þann 01.07.2016 .
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar félagsmálaráðs.

17.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 8. júlí 2016.

248. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:11.