Bæjarráð

2522. fundur 22. október 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 20/10, ásamt fskj. 10/2009

1309. fundur

Liður IV.1 Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar umsagnar bæjarlögmanns á málinu.

 

Bæjarráð staðfestir að öðru leyti fundargerðina ásamt fylgiskjali.

2.910007 - Fundargerð félagsmálaráðs 20/10

1270. fundur

3.902023 - Fundargerð forvarnanefndar 7/10

19. fundur

4.910004 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 19/10

238. fundur

5.910005 - Fundargerð lista- og menningarráðs 20/10

346. fundur

 

6.904002 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 24/9

fundargerð 24/9

7.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 9/10

341. fundur

8.901308 - Fundargerð slökkviliðs hbsv. 16/10

86. fundur

9.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 13/10

124. fundur

10.910003 - Fundargerð umhverfisráðs 19/10

482. fundur

11.808021 - Friðlýsing Skerjafjarðar. Umhverfisstofnun óskar eftir samstarfi við Kópavogsbæ.

Umsögn umhverfisráðs sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 24/9 sl.

Bæjarráð telur rétt að hugmyndinni verði vísað til Samvinnunefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu til úrvinnslu.

12.811171 - Grænt bókhald 2007

Grænt bókhald fyrir 2007 samþykkt og vísað til bæjarráðs.

Lagt fram.

13.909074 - Grænt bókhald 2008

Grænt bókhald fyrir 2008 samþykkt og vísað til bæjarráðs.

Lagt fram.

14.902038 - Fundargerð vinabæjanefndar 14/10

96. fundur

15.909154 - Frestað mál. Undirbúningsnefnd um byggingu Óperuhúss

Stefán Baldursson, óperustjóri, mætir til fundar.

Tekin til afgreiðslu tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 10. september sl. mál nr. 0909154. Bæjarráð samþykkir tillögu um að undirbúningsnefnd um byggingu Óperuhúss skuli lögð niður með þremur samhljóða atkvæðum.

 

Ólafur Þór Gunnarsson, áherynarfulltrú VG, óskaði fært til bókar að hann styddi framlagða tillögu.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Forsenda þess að Kópavogsbær hugðist byggja óperuhús var sú að Íslenska óperan fékk ekki aðstöðu í nýju tónlistarhúsi í Reykjavík. Ljóst má vera miðað við þá stöðu sem upp er komin að Óperan getur nú allt í einu farið inn í nýtt Tónlistarhús án mikils tilkostnaðar. Því blasir við að það hljóta að hafa verið mistök að gera ekki ráð fyrir Óperunni þar frá upphafi.

Ármann Kr. Ólafsson.""

16.810412 - Kórsalir 5.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 20/10, umsögn um erindi húsfélagsins að Kórsölum 5 vegna lokaúttektar, ásamt tillögu að svari.

 Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

17.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Frá byggingarfulltrúa, dags. 21/10, umsögn byggingarnefndar sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 17/9 sl., um breytt heiti sviðsins úr skipulags- og umhverfissviði í umhverfissvið, í samræmi við tillögur bæjarritara.

Lagt fram.

18.910072 - Kvörtun til Persónuverndar vegna kortavefs á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19/10, umsögn vegna kvörtunar frá íbúa í Kópavogi vegna upplýsinga sem fram koma á vefsíðu bæjarins, ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu að afgreiðslu.

19.910266 - Salavegur 2, Lystauki veisluþjónusta ehf.

Frá bæjarlögmanni, dags. 20/10, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 15. október 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Lystauka veisluþjónustu ehf., kt. 621208-0470, Klappakór 4, Kópavogi, um rekstrarleyfi fyrir veitingahús/veisluþjónustu Lystauka veisluþjónustu að Salavegi 2, 203 Kópavogi (áður Glersalurinn), sem fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

20.910385 - Þátttaka Kópavogsbæjar í kostnaði við meðferð ungmenna.

Sviðsstjóri félagssviðs mætti á fundinn að ósk Guðríðar Arnardóttur.

Umræður um þátttöku Kópavogsbæjar í kostnaði við áfengis-  og fíknefnameðferð ungmenna.

21.910153 - Neytendasamtökin. Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2010

Frá bæjarritara, dags. 20/10, umsögn um beiðni Neytendasamtakanna um styrk að upphæð kr. 539.568,-. Lagt er til að erindinu verði hafnað, þar sem þjónusta Neytendasamtakanna er veitt á grundvelli þjónustusamnings við ríkið, sem Kópavogur á enga aðild að.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

22.902220 - Austurkór 3. Staða framkvæmda.

Frá yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra, dags. 15/10, svar við fyrirspurn í bæjarráði 18/9 sl. um stöðu framkvæmda við fyrirhugað sambýli fyrir geðfatlaða við Austurkór 3. Vegna ónógrar fjárveitingar mun verkefnið líklega tefjast um eitt til tvö ár miðað við fyrri áætlun.

Lagt fram.

23.910367 - Starfslýsing. Verkefnastjóri grunnskóladeildar

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, drög að starfslýsingu verkefnastjóra grunnskóladeildar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar umsagnar starfsmannastjóra.

24.910195 - Verkefnið Eldfjallagarður. Óskað eftir afstöðu til stuðnings við verkefnið.

Frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 12/10, óskað umsagnar um fyrirhugað verkefni VSÓ Ráðgjafar við Eldfjallagarð á Reykjanesskaga.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

25.910181 - Íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum

Frá Dansíþróttasambandi Íslands, dags. 14/10, óskað eftir að Kópavogsbær styrki rekstur eins Íslandsmeistaramóts í samkvæmisdönsum.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til umsagnar.

26.910261 - Norræna félagið - Snorraverkefnið.

Frá Norræna félaginu, óskað eftir stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

27.910196 - Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna

Frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, dags. 13/10, boðið til fundar þriðjudaginn 27/10 nk. Kynning á ársskýrslu 2008, rafræn umsókn vegna greiðsluerfiðleika og helstu úrræði vegna þeirra.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrvinnslu.

28.907136 - Skemmuvegur 50/Skemmuvegur 48, sameining lóða.

Frá Sendibílastöð Kópavogs, ódagsett, óskað eftir afgreiðslu mála í tengslum við sameiningu lóðanna að Skemmuvegi 48 og 50.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

29.910368 - Nónhæð. K.S. verktakar óska eftir skiptum á lóðum

Frá KS verktökum hf., dags. 16/10, óskað eftir að skipta á landi fyrirtækisins á Nónhæð og sambærilegum tilbúnum byggingarlóðum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

30.910229 - Vallakór 2, lóðaskil.

Frá Bjarna Jónssyni f.h. Vallakórs ehf./Molans ehf., dags. 16/10, lóðinni að Vallakór 2 skilað inn.

Lagt fram.

31.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 27. október

I. Fundargerðir nefnda

II. Skipulagsmál

Fundi slitið - kl. 17:15.