Bæjarráð

2671. fundur 24. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1301014 - Atvinnu- og þróunarráð, 16. janúar

11. fundur

Lagt fram.

2.1212016 - Hafnarstjórn, 10. janúar

87. fundur

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson vakti athygli á umræðu um sameiningu hafna.

3.1212239 - Gjaldskrá Kópavogshafna 2013

Lögð fram gjaldskrá Kópavogshafna, þar sem fram kemur að hækkun milli ára fylgir vísitölu í megin atriðum eða 4-6% hækkun.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

4.1301012 - Lista- og menningarráð, 16. janúar

11. fundur

Lagt fram.

5.907066 - Bókasafn Kópavogs 2009.

Bæjarbókavörður óskaði eftir því að gjaldskrá safnsins verði endurskoðuð og lagði fram tillögu þar um. Lista- og menningarráð tekur undir ósk bæjarbókavarðar um að hækka gjaldskrá til samræmis við Millireykjasöfnin, en hvetur jafnframt til aukins samstarfs um verðbreytingar hjá söfnunum. Tillögunni er vísað áfram til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

6.1301024 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 11. janúar

32. fundur

Lagt fram.

7.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 18. janúar

118. fundur

Lagt fram.

8.1301383 - Óskað eftir heimild til lántöku vegna framkvæmda við nýja slökkvistöð í Mosfellsbæ

Slökkviliðsstjóri leitar heimildar til lántöku vegna framkvæmda við nýja slökkvistöð í Mosfellsbæ, sbr. lið 2 í fundargerð stjórnar frá 18. janúar sl.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.1301384 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Óskað eftir samþykki

Lögð fram gjaldskrá slökkviliðs hbsv. fyrir 2013 til samþykktar, sbr. lið 23 í fundargerð stjórnar frá 18. janúar sl.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1212292 - Beiðni um styrk til starfsemi félagins

Frá bæjarritara, dags. 23. janúar, umsögn um styrkbeiðni Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þar sem mælt er með að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000,- til fræðslustarfs félagsins.

Bæjarráð samþykkir  að veita styrk að upphæð kr. 50.000,- til fræðslustarfs Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

11.1301329 - Þorrasalir 17. Beiðni um heimild til að þinglýsa tryggingarbréfi á lóðina

Frá Mannverk, dags. 16. janúar, óskað heimildar til að þinglýsa tryggingarbréfi á lóðina að Þorrasölum 17, ásamt umsögn fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 23. janúar, þar sem lagt er til að Kópavogsbær heimili veðsetningu lóðarinnar.

Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar veðsetningu lóðarinnar Þorrasali 17.

12.1301295 - Nýbýlavegur, umferðaröryggi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14. janúar var eftirfarandi bókað:
Gylfi Sigurðsson frá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að Nýbýlavegur verði skoðaður sérstaklega með tilliti til umferðaröryggis.
Með erindi dags. 16. janúar óskar sviðsstjóri umhverfissviðs eftir því að Vegagerðin komi að þeirri vinnu.

Ármann Kr. Ólafsson bar fram eftirfarandi ályktunartillögu:

"Bæjarráð tekur undir ofangreinda bókun og að sérstaklega verði horft til forvarnaraðgerða til að koma í veg fyrir spól og glannaskap á hringtorgi fyrir ofan Lund.

Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar sátu hjá.

13.1212061 - Styrkbeiðni v. hátalarakerfis í sundlaug

Umsögn deildarstjóra íþróttadeildar vegna styrkbeiðni um kaup á hátalarakerfi í sundlaug.

Bæjarráð samþykkir tillögu um styrkveitingu sem nemi allt að 75% en þó að hámarki 150 þús. kr.

14.1112164 - Ósk um að íbúar á deild 18 Landspítalanum í Kópavogi verði fluttir formlega undir Félagsþjónustu Kóp

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 17. janúar, höfnun beiðni Kópavogs um heimild til að kaupa húsnæði deilda LSH í Kópavogi, en nýjar tillögur að samkomulagi boðaðar á næstunni.

Lagt fram.

15.1301320 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög)

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 17. janúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

16.1301319 - Heimsókn embættismanna frá Wuhan í byrjun apríl 2013

Frá Wuhan, Kína, vinabæ Kópavogs, dags. 17. janúar, ósk um að sex embættismönnum Wuhan verði boðið að heimsækja Kópavog í byrjun apríl nk. en Wuhan mun standa straum af öllum kostnaði.

Bæjarráð vísar erindinu til forsætisnefndar til afgreiðslu.

17.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Frá Garðabæ, dags. 16. janúar, tilkynning um að tillaga að aðalskipulagi Kópavogs hafi verið vísað til skipulagsnefndar Garðabæjar.

Lagt fram.

18.1301306 - Kvöldviðtöl bæjarfulltrúa vorið 2013

Frá bæjarritara, tillaga að viðtalstímum bæjarfulltrúa vorið 2013.

Lagt fram.

19.1301563 - Sala fasteigna. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggur til að sala fasteigna bæjarins verði boðin út t.d. til tveggja ára í senn, þannig verði þeim fasteignasölum sem þess óska boðið að gera tilboð í sölu fasteigna á tilteknu tímabili.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

20.1301564 - Ósk um yfirlit yfir viðskipti vegna markaðs- og kynningarmála. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð óskar eftir sundurliðuðu yfirliti yfir viðskipti Kópavogsbæjar á yfirstandandi kjörtímabili við alla aðila sem hafa selt bænum þjónustu er tengist markaðs- og kynningarmálum.  Þar skal nefna ljósmyndir, ljósmyndun, bæklinga- og auglýsingagerð, markaðsráðgjöf og þjónustu við vefsíðu.

Þar skal jafnframt tekið fram hvort verðkönnun hafi farið fram, hverjir tóku þátt og á hvaða verðum.

Guðríður Arnardóttir"

Fundi slitið - kl. 10:15.