Bæjarráð

2738. fundur 24. júlí 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1407196 - Kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. júlí, svar við fyrirspurn Ólafs Þ. Gunnarssonar um kjaraviðræður.
Lagt fram.

2.1407358 - Lundur 17-23 17R. Beiðni um veðleyfi

Umsögn bæjarlögmanns um beiðni byggingarfélags Gylfa og Gunnars um veðleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið veðleyfi.

3.1407307 - Kársnes, sjóvarnargarður

Lagt fram bréf frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 21. júlí, þar sem óskað er eftir heimild til að bjóða út í opnu útboði gerð sjóvarnargarðs á Kársnesi.
Bæjarráð samþykkir að boðin verði út gerð sjóvarnargarðs á Kársnesi í samræmi við erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar.

4.1407371 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins

Tillaga um skipan sex fulltrúa í starfshóp um stöðu húsnæðismarkaðarins, þrír frá meirihluta og þrír frá minnihluta, með auknu vægi atkvæðis formanns.
Lagt fram

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir skipi starfshópinn:
Ármann Kr. Ólafsson
Margrét Friðriksdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Kristinn Dagur Gissurarson

5.1407293 - Hlíðasmári 5 - 7. Óskað eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda

Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, f.h. Krossgatna, þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda og annara gjalda.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar til bæjarritara.

6.1102649 - Frá samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, tillögur stýrihóps

Lagt fram.

Bæjarráð óskar kynningar á næsta fundi ráðsins.

7.1407006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 15. júlí

121. fundargerð í 12 liðum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma

8.1406016 - Skipulagsnefnd, 21. júlí.

1241. fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

9.1406428 - Urðarhvarf 4. Breytt lóðamörk.

Lagt fram erindi Guðmundar Bragasonar, f.h. Akralindar ehf. dags. 6.6.2014 vegna breyttra lóðamarka Urðahvarfs 4. Í breytingunni felst að færa austari enda stoðveggjar norðaustan megin á lóð lengra út í bæjarlandið sbr. meðfylgjandi uppdráttum í mkv. 1:200.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en umsækjanda og samþykkir tillöguna með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar einróma

10.1403255 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóns Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 12.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrúnar 2-4. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1. og 2. hæðar stækkar um 36m2 hvor. Svalir á vesturhliðum húsanna og á suðurhlið fara 1,6m út fyrir byggingarreit. Jafnframt munu útitröppur ganga út fyrir byggingarreit. Sameiginleg 520 m2 bílageymsla verður undir húsunum. Nýtingarhlutfall er innan marka gildandi deiliskipulags sbr. uppdráttum dags. 5.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslag að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Kópavogsbrún 1, Kópavogsbraut 19, Kópavogsbarði 1-3 og 5-7. Kynningu lauk 6.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Einnig lögð fram yfirlýsing Brautargils ehf. dags. 16.7.2014 um frágang lóðar við lóðamörk Kópavogsbarðs 1, 3, 5 og 7.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu með því skilyrði að gengið verði frá lóðamörkum við Kópavogsbarð 1, 3, 5 og 7 í samræmi við yfirlýsingu byggingaraðila dags. 16.7.2014, ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar einróma.

11.1401109 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs hbsv., 11. júlí

134. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

12.1406010 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 22. júlí.

51. fundargerð í

13.14021104 - Umhverfisviðurkenningar 2014

Lagðar fram tilnefningar umhverfisviðurkenninga 2014. Samþykkt.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að umhverfisviðurkenningar verði veittar 21.ágúst 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar tillögu að götu ársins til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir einróma tillögu umhverfis- og samgöngunefndar að götu ársins.

14.1407291 - Gulaþing 23, endurgreiðsla lóðagjalda.

Lagt fram erindi lóðarhafa, dags. 10. júní 2014, þar sem óskað er eftir að lóðagjöld af Gulaþing 23 (áður 25) verði endurgreidd.
Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 21. júní, um stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir skil lóðarinnar og endurgreiðslu lóðargjalda með hliðsjón af úthlutunarreglum.

15.1407244 - Lausn frá störfum varabæjarfulltrúa

Lögð fram beiðni frá Margréti Björnsdóttur, varabæjarfulltrúa, um lausn frá störfum skv. 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð samþykkir einróma að veita Margréti Björnsdóttur lausn frá störfum bæjarfulltrúa til loka kjörtímabilsins í samræmi við beiðni hennar.

Fundi slitið.