Bæjarráð

2600. fundur 23. júní 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1106014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21/6

15. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1106013 - Félagsmálaráð 21/6

1311. fundur

3.1105013 - Forvarna- og frístundanefnd 31/5

3. fundur

4.1106015 - Íþróttaráð 22/6

5. fundur

5.1106010 - Menningar- og þróunarráð 15/6

7. fundur

Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tóku undir bókun undir lið 26.

6.1101996 - Stjórn Sorpu 30/5

286. fundur

7.1106005 - Umhverfis- og samgöngunefnd 20/6

5. fundur

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfissviðs mæti á næsta fund ráðsins og geri grein fyrir ákvörðunum um hraðahindranir.

8.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilnefningar um götu ársins og vísar málinu til bæjarstjórnar, sbr. lið 9 í fundargerð 20/6.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og vísar tilnefningu um götu ársins til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Á fundi bæjarráðs 9. desember 2010 var umhverfisstefna Kópavogs samþykkt en bæjarráð óskaði umsagna nefnda og ráða bæjarins áður en stefnan færi til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Endurskoðuð umhverfisstefna var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd, með hliðsjón af athugasemdum sem bárust frá nefndum og ráðum Kópavogsbæjar, og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 11 í fundargerð 20/6.

Bæjarráð samþykkir umhverfisstefnu Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að tryggt verði fjármagn í áframhaldandi umhverfisvöktun Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í Kópavogi og vísar í niðurstöður hreinsunarverkefnis í vetur, sbr. lið 12 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar 20/6.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og óskar eftir kostnaðarumsögn.

11.1101970 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Frá bæjarlögmanni, dags. 22/6, lagt fram bréf frá Slökkviliði hbsv. dags. 14/6, þar sem fallist er á athugasemdir Kópavogsbæjar varðandi gjaldskrá slökkviliðsins og því lýst yfir að innheimta gjalda skv. henni verði í samræmi við athugasemdir bæjarins. Bæjarlögmaður leggur því til að bæjarráð staðfesti gjaldskrána.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarlögmanns og staðfestir gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

12.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnum akstur.

Frá sviðsstjora umhverfissviðs, dags. 21/6, umsögn umhverfis- og samgöngunefndar, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 19/5, vegna Dalvegar 6 - 8.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfissviðs mæti á næsta fund ráðsins vegna málsins.

13.1105064 - Samningar við Breiðablik

Frá bæjarritara, undirritaðir samstarfssamningar við Breiðablik um notkun íþróttamannvirkja bæjarins.

Ómar Stefánsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu vegna yfirlýsingar 3 með samningum við Breiðablik og óskar eftir áliti bæjarlögmanns á hæfi sínu.

 

Hlé var gert á fundi kl. 10:27.  Fundi var fram haldið kl. 10:29.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

14.1105294 - Sumarvinna 2011

Frá garðyrkjustjóra, dags. 22/6, greinargerð um viðbótarráðningar í sumarstörf.

Lagt fram.

15.1106228 - Niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2010 - framhaldsskólanemar

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14/6, niðurstöður rannsóknar á högum barna og ungmenna.

Lagt fram.

16.1106225 - Tilmæli frá skólaráði Kópavogsskóla varðandi forvarnastarf

Frá skólaráði Kópavogsskóla, dags. 14/6, tilmæli varðandi forvarnastarfsemi í grunn- og framhaldsskólum.

Lagt fram.

17.1106054 - Tilkynningar um kosningu trúnaðarmanna

Frá SFR, dags. 16/6, tilkynning um kosningu trúnaðarmanns SFR félaga sem starfa hjá Hæfingastöðinni Dalvegi.

Lagt fram.

18.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar

19.1106227 - Tillaga um fjölgun starfa

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu og drógu jafnframt til baka tillögu sama efnis, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins:

"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að fyrirtækjum starfandi í Kópavogi verði boðin greiðsla sem nemur fjárhagsaðstoð bæjarins ef þau ráða til sín fólk sem nú þiggur fjárhagsaðstoð. Atvinnufulltrúum bæjarins verði falið að útfæra þessa tillögu nánar.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég bendi á að þetta mál er í vinnslu hjá sviðsstjóra velferðarsviðs og félagsmálaráði.

Guðríður Arnardóttir"

20.1106329 - Fyrirspurn um leikskólarými

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hversu margir hafa sótt um leikskólapláss í Þinga- og Kórahverfi og hversu mörg leikskólarými verða í boði í sömu hverfum næsta haust?  Óskað er eftir upplýsingum um fjölda barna í þessum hverfum sem ekki fá inni á leikskólum í hverfinu.

Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.