Liður 6 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu, dags. 17. mars 2009. Skipulagsnefnd samþykkir að senda nýja tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar, dags. 3. júní 2009 í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 17 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35. Í tillögunni felst að viðbygging á vesturhlið verði 17,8 m² á efri hæð og 12,8 m² á neðri hæð, alls 30,6 m². Útbyggður gluggi 8,6 m² á norðurhlið og stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú um 256,8 m² og verður eftir breytingu 296 m². Viðbyggingar fari yfir 1/3 lengdar viðkomandi hliðar hússins, sbr. skilmála. Heidarstærð hússins verður um 16,8 m² yfir gildandi skilmálum. Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Kjör formanns. Tillaga var gerð um Ómar Stefánsson.
Ekki komu fleiri tillögur og taldist Ómar Stefánsson því sjálfkjörin.
Tók Ómar Stefánsson þá við stjórn fundarins. Kjör varaformanns. Tillaga var gerð um Gunnstein Sigurðsson.