Bæjarráð

2639. fundur 26. apríl 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201283 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 20/2

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

2.1201283 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 14/3

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

3.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í mars 2012 vegna starfsemi Kópavogsbæjar í febrúar 2012, og samanburður ársreiknings og mánaðarskýrslu í desember.

Lagt fram.

4.812069 - Samningur um uppbyggingu íbúðabyggðar á norðanverðu Kársnesi. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 23/4, umsögn um erindi varðandi afsal vegna tiltekinna lóða á norðanverðu Kársnesi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila um framkvæmdaáætlun á svæðinu.

5.1203414 - Funalind 2. Umsókn Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts ásamt ársreikningi 2010

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 628.155,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.1203357 - Styrkbeiðni Svifflugfélags Íslands fyrir 2012. Meðfylgjandi er ársskýrsla og reikningur fyrir 2011

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 664.555,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

7.1103276 - Álalind 3 og Dómarastúka - Vellir. Umsókn hestamannafélagsins Gusts um styrk til greiðslu fasteignas

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 907.500,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.1201232 - Leiðarendi 3. Umsókn Skógræktarfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 473.860,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.1202040 - Hlíðarsmári 14. Umsókn Styrktarsambands krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatt

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 355.575,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.1202209 - Skíðaskáli 117015. Umsókn skíðadeildar Ármanns um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 122.061,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

11.1202539 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 755.700,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

12.1202540 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn skíðadeildar Víkings um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 755.700,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

13.1202573 - Hamraborg 1. Umsókn SOS-barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 131.505,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.1202574 - Hamraborg 10. Umsókn Kvenfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 215.078,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.1203059 - Hamraborg 11. Umsókn Kópavogsdeildar Rauða krossins um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 328.185,- kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

16.1203210 - Umsókn Lions um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 23/4, tillaga að afgreiðslu styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts, þar sem lagt er til að umsókn Lionsklúbbanna verði hafnað.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mér finnst eðlilegt að samþykkja beiðni Lions á grundvelli jafnræðisreglunnar.

Hjálmar Hjálmarsson"

17.1203141 - Beiðni um lækkun á vatnsskatti og holræsagjaldi á kirkjur í Kópavogsbæ

Frá bæjarritara, dags. 23/4, umsögn um erindi sóknarnefnda Kársnes-, Digranes-, Hjalla- og Lindasókna varðandi lækkun vatnsskatts og holræsagjalda. Engar lagaheimildir eru fyrir niðurfellingu vatnsskatts eða holræsagjalda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1204198 - Dalvegur 4, Saffran. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 18/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 13. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Foodco hf., kt. 660302-2630, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Saffran að Dalvegi 4 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

19.1204064 - Rekstrarleyfi Gull riddarans ehf.

Frá bæjarlögmanni, dags. 25/4, umsögn varðandi veitingarekstur að Engihjalla 8, þar sem lagt er til að bæjarráð afli upplýsinga um kvartanir til lögreglu vegna reksturs staðarins og einnig að haft verði samráð við heilbrigðiseftirlit áður en veitt verður umsögn um nýtt rekstrarleyfi á staðnum.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar með vísan til þess að umrædd kvörtun fellur innan sviðs sýslumannsembættisins.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég óska eftir því að vakin verði athygli allra sem koma að því að veita leyfi, að fyrir nokkrum árum var rætt um að vandann vegna  hávaða fyrir framan staðinn væri hugsanlega hægt að leysa með fordyri.

Ómar Stefánsson"

20.1204271 - Þrúðsalir 1. Óskað eftir samþykki fyrir sölu.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 24/4, umsögn um beiðni til að þinglýsa sölu á Þrúðsölum 1.

Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar sölu á Þrúðsölum 1.

21.1204299 - Gjaldskrá þjónusturekinna og einkaleikskóla vegna sérkennslu

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að nýrri gjaldskrá vegna sérkennslu í leikskólum.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Sviðsstjóri menntasviðs og rekstrarstjóri á menntasviði sátu fundinn undir þessum lið.

22.810015 - Leikskólinn við Aðalþing, viðauki við þjónustusamning

Frá menntasviðs, tillaga að viðauka við þjónustusamning leikskólans Aðalþing.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Sviðsstjóri menntasviðs og rekstrarstjóri á menntasviði sátu fundinn undir þessum lið.

23.1204295 - Leikskólinn Kór, samningur

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að viðaukasamningi við þjónustusamning við leikskólann Kór.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Sviðsstjóri menntasviðs og rekstrarstjóri á menntasviði sátu fundinn undir þessum lið.

24.1204302 - Beiðni um undanþágu frá reglu um að kennarar á eftirlaunum séu ekki ráðnir í hlutastarf

Frá deildarstjóra yngra stigs Kópavogsskóla, dags. 20/4, óskað eftir undanþágu frá reglunni að kennarar sem fara á eftirlaun verði ekki ráðnir í hlutastarf meðfram töku eftirlauna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Sviðsstjóri menntasviðs og rekstrarstjóri á menntasviði sátu fundinn undir þessum lið.

25.1106098 - Vatnsendablettur 5, v. yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 11/4, athugasemdir við bréf Kópavogsbæjar dags. 14/3 sl., og afrit af beiðni um dómskvaðningu matsmanna í eignarnámsmáli Vbl. 5.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra umhverfissviðs til umsagnar.

26.1204257 - Stefnumótun stjórnar Sorpu vegna Metan hf.

Frá Sorpu bs., dags. 18/4, niðurstaða stefnumótunarvinnu stjórnar Sorpu bs. um málefni Metan hf., sem samþykkt var á stjórnarfundi þann 16/4 sl.

Lagt fram.

27.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Frá S. Helgasyni, dags. 23/4, óskað eftir heimild til áframhaldandi efnistöku í námu bæjarins í Lækjarbotnum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar og að nefndin skoði sérstaklega eldri gögn um reglur og kvaðir á svæðinu.

28.1204276 - Ósk um að kaupa lóð nr. 50 við Skemmuveg

Frá S. Helgasyni, dags. 23/4, óskað eftir heimild til að kaupa lóðina að Skemmuvegi 50.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar og að henni fylgi yfirlit yfir feril málsins.

29.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Frá Reykjavíkurborg, dags. 23/4, tillaga að breytingu á gatnaskipulagi vegna uppbyggingar við Landspítala-Háskólasjúkrahús.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

30.1204304 - Myndlistarskóli Kópavogs óskar eftir notuðum tölvum

Frá Myndlistarskóla Kópavogs, dags. 24/4, óskað eftir að fá notaðar tölvur fyrir kennslu í skólanum.

Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns upplýsingatæknideildar til umsagnar.

31.1204233 - Hólmaþing 7. Skil á lóð

Frá Eiði Smára Guðjohnsen og Ragnhildi Sveinsdóttur, dags. 30/1, óskað eftir að skila lóðinni að Hólmaþingi 7.

Lagt fram.

32.1204236 - Ársreikningur Strætó bs 2011

Frá Strætó bs., ársreikningur 2011.

Lagt fram.

33.1204327 - Erindisbréf fyrir ungmennaráð. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð óskar eftir því að fyrir næst fundi bæjarráðs liggi fyrir erindisbréf ungmennaráðs í Kópavogi.  Skipan ungmennaráðs hefur verið í farvegi hjá menntasviði um nokkurt skeið en einhverra hluta vegna hefur smiðshöggið ekki enn verið rekið. Kópavogur er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur ekki enn skipað ungmennaráð og er lagt til hér með að úr því verði bætt .

Guðríður Arnardóttir"

34.1204328 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir því að lagður verði fram listi yfir stöðu framkvæmda á lóðum í sveitarfélaginu, hvort sem um er að ræða sérbýli, fjölbýli eða atvinnuhúsnæði.

Ómar Stefánsson"

35.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Guðríður Arnardóttir boðar umræðu um málefni lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar á næsta bæjarstjórnarfundi.

Lagt fram.

36.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Guðríður Arnardóttir boðar umræðu um uppbyggingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á næsta bæjarstjórnarfundi.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.