Bæjarráð

2725. fundur 27. mars 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1307145 - Mengun í Lækjarbotnum frá Hellisheiðarvirkjun.

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur mætti til fundar, ásamt umhverfisstjóra fyrirtækisins, samkvæmt beiðni bæjarráðs frá 20. mars sl.

 

2.1403007 - Íþróttaráð, 20. mars

33. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

3.1309514 - Möguleiki á barnaskíðalyftu.

Á fundi sínum þann 31. október fól bæjarráð íþróttaráði að kanna möguleika á barnaskíðalyftu í bænum. Lögð fram umsögn/tillaga starfsmanna íþróttaráðs og umhverfissviðs varðandi málið er lýtur að því að svæðið við Digraneskirkju sé ekki hentugt til að koma fyrir skíðalyftu. Í tillögunni er bent á að í deiliskipulagi er gert ráð fyrir skíðalyftu við Kjarrhólma.

Lagt fram.

4.1310361 - Ábendingar um endurbætur og lagfæringar á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni

Á fundi bæjarráðs 24. okt. sl., var tekið fyrir erindi frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 22. október, óskað er eftir breytingum á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni. Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar. Íþróttaráð frestaði erindinu á fundi sínum 21. nóv. og fól íþróttafulltrúa að vinna áfram í málinu ásamt sviðsstjóra umhverfissviðs.
Á fundi íþróttaráðs þann 20. mars sl., var lögð fram umsögn ásamt tillögum varðandi endurbætur á frjálsíþróttaaðstöðu á Kópavogsvelli og í Fífunni.
Íþróttaráð samþykkir framlagða umsögn fyrir sitt leyti og mælir með því við bæjarráð að unnið verði að endurbótum.

Bæjarráð felur umhverfissviði að vinna að endurbótum í samræmi við framlagða umsögn.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

5.1403229 - Samstarfsverkefni til að sækja um styrk í Menntaáætlun ESB

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 12. mars, tillaga að samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Sundsambands Íslands og markaðsstofu Kópavogs um að sækja um styrk í Menntaáætlun ESB til að koma á samevrópsku átaksverkefni um að auka áhuga almennings á sundíþróttinni og efla lýðheilsu.
Bæjarráð vísaði erindinu til íþróttaráðs til umsagnar á fundi sínum 13. mars. sl.
Á fundi þann 20.mars sl., var erindið lagt fram og fagnar íþróttaráð erindinu og hvetur bæjarráð til samstarfs um verkefnið.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

6.1401103 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 25. mars

87. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

7.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 21. mars

814. fundargerð í 21 lið.

Lagt fram.

8.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. mars

130. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

9.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 21. mars

44. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

10.1403134 - Umsögn vegna erindis innanríkisráðuneytis

Frá bæjarritara, dags. 20. mars, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 13. mars, varðandi erindi innanríkisráðuneytisins, ásamt afritum af umbeðnum gögnum.

Bæjarráð felur bæjarritara að svara innanríkisráðuneytinu á grundvelli framlagðrar umsagnar.

11.1403182 - Starfslýsing Almannatengill

Frá bæjarritara, dags. 21. mars, tillaga að nýrri starfslýsingu almannatengils.

Bæjarráð samþykkir framlagða starfslýsingu.

12.1403507 - Hamraborg 7, North Star Apartments ehf. Beiðni um umsögn vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 24. mars, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 19. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn North Star Apartments, kt. 530813-0880, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gistiheimili í flokki II, á staðnum Hamraborg 7, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

13.1402003 - Austurkór 12. Lóðarskil.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. mars, umsögn um beiðni lóðarhafa að fá að skila lóðinni Austurkór 12, þar sem mælt er með að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir að heimila Auði Ingu Þorsteinsdóttur og Theódór Hjalta Valssyni að skila inn lóðinni Austurkór 12.

14.1308061 - Lausir gámar. Yfirlit um stöðu.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. mars, svar við fyrirspurn um fjölda og staðsetningu gáma á lóðum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs og óskar eftir tillögu að reglum og gjaldskrá vegna stöðuleyfis gáma.

15.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040, kynning á tillögu.

Frá samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars, upplýsingar um kynningu á tillögu að nýju svæðisskipulagi hbsv. 2015-2040. og kallað eftir umsögnum og athugasemdum.

Bæjarráð felur almannatengli að kynna fundartíma vegna kynningu á tillögu að nýju svæðisskipulagi fyrir bæjarbúum.

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

16.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Frá samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars, upplýsingar um kynningu á tillögu stýrihóps um endurskoðun svæðisskipulags hbsv. og kallað eftir umsögnum og athugasemdum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

17.1403508 - Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um ef

Frá Alþingi, dags. 20. mars, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, 340. mál.

Lagt fram.

18.1403509 - Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evró

Frá Alþingi, dags. 20. mars, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. 344. mál.

Lagt fram.

19.1403510 - Tillaga til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðara

Frá Alþingi, dags. 20. mars, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar. 352. mál.

Lagt fram.

20.1211379 - Greiðsla stofnfjárkostnaðar vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. mars, óskað eftir greiðslu seinni hluta stofnfjáraukningar; hlutdeild Kópavogs er 38.762.174 kr.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

21.709098 - Vatnsendablettur 197, uppsögn leigusamnings.

Frá Íslensku lögfræðistofunni, dags. 14. mars, krafa um bætur vegna uppsagnar leigusamnings á Vbl. 197.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

22.1403568 - Beiðni um styrk til að skrásetja sögu upplýsingatækni á Íslandi

Frá verkefnastjóra á vegum Skýrslutæknifélagsins, dags. 20. mars, óskað eftir styrk til að skrásetja sögu upplýsingatækni á Íslandi.

Bæjarráð hafnar erindinu.

23.1403527 - Vistvangur og staðarval gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið

Frá samtökunum Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, dags. 20. mars, varðandi fyrirhugaðan vistvang og val á staðsetningu gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

 

Hjálmar Hjálmarsson vék af fundi undir þessum lið.

24.1403642 - Beiðni um að Kópavogsbær gefi út og láti prenta ritið Nafnfræði Kópavogsbæjar

Frá Guðlaugi R. Guðmundssyni, dags. 17. mars, óskað eftir aðkomu Kópavogsbæjar að útgáfu ritsins Nafnfræði Kópavogsbæjar í tilefni af 60 ára afmæli bæjarins. Áætlaður kostnaður er samtals 10.450.000 kr.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs og stjórnar Héraðsskjalasafns til umsagnar.

25.1403638 - Ársreikningur 2013 - Sunnuhlíð dagdvöl

Frá Sunnuhlíð, dags. 25. mars, ársreikningur fyrir árið 2013 vegna dagdvalar.

Lagt fram.

26.1403639 - Ársreikningur 2013 - Sunnuhlíð dvalarheimili

Frá Sunnuhlíð, dags. 25. mars, ársreikningur fyrir árið 2013 vegna dvalarheimilisins.

Lagt fram.

Bæjarráð leggur áherslu á að fundin verði lausn á rekstrarvanda Sunnuhlíðar sem fyrst.

27.1403522 - Birting skjals í fjölmiðlum. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá bæjarstjóra, dags. 27. mars, svar við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar um birtingu upplýsinga í fjölmiðlum.

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður hafnar því að hafa verið með aðdróttanir í fyrirspurn sinni.

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.