Samningur er við Hreinsitækni ehf. um hreinsun fráveitulagna, niðurfalla, fastefnagildra við dælustöðvar, rotþróa og myndun fráveitulagna. Verktími samningsins er tvö ár, með heimild til framlengingar um þrjú ár, með samþykki beggja aðila. Hreinsitækni ehf. hefur staðið að öllu leyti við framkvæmd verksamnings og leyst vel úr þeim verkefnum, sem upp hafa komið. Framkvæmdaráð samþykkir að verksamningur um hreinsun fráveitukerfis í Kópavogi, verði framlengdur um þrjú ár. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.