Bæjarráð

2718. fundur 06. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401022 - Félagsmálaráð, 4. febrúar

1364. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

2.1401020 - Forvarna- og frístundanefnd, 30. janúar

20. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

 

Íþróttafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

3.1401014 - Framkvæmdaráð, 5. febrúar

60. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

4.1311137 - Skeljabrekka 4, niðurrif

Mánudaginn 3. febrúar 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Niðurrif húss við Skeljabrekku 4" skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni Wiium ráðgjöf ehf. dags. janúar 2014. Útboðið var lokað. Framkvæmdaráð heimilar að samið verði við lægstbjóðanda VGH-Mosfellsbæ ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda um niðurrif húss við Skeljabrekku 4.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Lýsi vonbrigðum með hve hratt á að framkvæma niðurrif hússins og að ekki skuli hugað að nýtingu þess þegar ekki liggur fyrir skipulag svæðisins.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég fagna því að þetta hús skuli vera fjarlægt því það blasir við þegar keyrt er inn í Kópavog og hefur ásýndin ekki verið góð fyrir Kópavog.

Ármann Kr. Ólafsson"

5.1102374 - Holræsahreinsun, samningur.

Samningur er við Hreinsitækni ehf. um hreinsun fráveitulagna, niðurfalla, fastefnagildra við dælustöðvar, rotþróa og myndun fráveitulagna. Verktími samningsins er tvö ár, með heimild til framlengingar um þrjú ár, með samþykki beggja aðila. Hreinsitækni ehf. hefur staðið að öllu leyti við framkvæmd verksamnings og leyst vel úr þeim verkefnum, sem upp hafa komið. Framkvæmdaráð samþykkir að verksamningur um hreinsun fráveitukerfis í Kópavogi, verði framlengdur um þrjú ár. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að samningur við Hreinsitækni verði framlengdur um þrjú ár.

6.1401024 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2014, 18 ára og eldri.

Lögð fram samantekt upplýsinga vegna "Sumarstarfa 18 ára og eldri hjá Kópavogsbæ 2014," dags. 31. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir tillögu að fyrirkomulagi sumarstarfa hjá Kópavogsbæ. Framkvæmdaráð samþykkir vinnureglur og fyrirkomulag varðandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ, 18 ára og eldri. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Ómar Stefánsson vék af fundi við umfjöllun um sumarstörf á menntasviði.

Bæjarráð samþykkir vinnureglur og fyrirkomulag varðandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ, 18 ára og eldri.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi við umfjöllun um sumarstörf á menntasviði.

7.1401025 - Skólagarðar Kópavogs 2014.

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram minnisblað garðyrkjustjóra um "Skólagarða Kópavogs 2014," dags. 27. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir fyrirkomulagi skólagarða Kópavogs 2014.
Lagt er til að fyrirkomulag skólagarða verði með sama sniði árið 2014 og var á síðasta ári, nema að skólagarðar sem voru við Baugakór, færast að Arnarnesvegi. Þátttökugjald verði óbreytt frá síðasta ári, eða kr. 4.200.-. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi og þátttökugjaldi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi og þátttökugjaldi.

8.1401026 - Garðlönd Kópavogsbæjar 2014.

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram minnisblað um "Garðlönd Kópavogsbæjar 2014," dags. 27. janúar 2014. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri og Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður Vinnuskóla gerðu grein fyrir fyrirkomulagi varðandi garðlönd Kópavogsbæjar 2014.
Lagt er til að fyrirkomulag garðlanda verði með svipuðu sniði árið 2014 og var á síðasta ári. Leigugjald verði óbreytt frá árinu 2013, kr. 4.200.- fyrir 25 fermetra garðland og kr. 8.400.- fyrir 50 fermetra garðland. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi og þátttökugjaldi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Ómar Stefánsson bókar: "Að garðlönd við Fossvogsbrún verði ekki lögð niður, nema fyrirséð sé að önnur svæði anni eftirspurn."

Bæjarráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi og þátttökugjaldi.

9.1401021 - Skólanefnd, 3. febrúar

68. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

10.1401884 - Styrkbeiðni vegna nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG)

Bókun skólanefndar 3. febrúar:
1401884 - Styrkbeiðni vegna nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG)
Lagt fram til umsagnar.
Skólanefnd mælir með að bæjarráð styrki NKG með vísan í skólastefnu Kópavogs þar sem áhersla er á nýsköpun.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

11.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Bókun skólanefndar 3. febrúar 2014:
1401070 - Sölustæði við Salalaug.
Lagt fram til umsagnar.
Þar sem lóð Salalaugar er nátengd lóð Salaskóla mælir skólanefnd gegn því að setja upp sölubíl/bás svo nálægt skóla. Það samræmist ekki uppeldissjónarmiðum skólanefndar.


Bæjarráð hafnar erindinu með fjórum atkvæðum gegn einu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég sé ekkert að því að samþykkja þessa auknu þjónustu við gesti Salalaugar.

Guðríður Arnardóttir"

12.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 31. janúar

812. fundargerð í 34. liðum.

Lagt fram.

13.1401107 - Stjórn SSH, 3. febrúar

399. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Um nokkurt skeið hefur verið í undirbúningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sameiginlegur rekstur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um akstur fyrir fatlað fólk. Nú upplýsir bæjarstjóri að ekki standi til að Kópavogur taki þátt í þessu sameiginlega verkefni og er það miður. Samrekstur ferðaþjónustu mun lækka kostnað, bæta þjónustu fyrir utan jákvæð umhverfisáhrif þar sem það mun draga úr fjölda ferða um höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjóri hefði mátt upplýsa bæjarráð um þessa ákvörðun meirihlutans fyrr.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:00. Fundi var fram haldið kl. 9:04.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Eins og bæjarráðsmönnum er fullkunnugt um hefur fulltrúi Kópavogsbæjar, félagsmálastjóri, tekið þátt í undirbúningsvinnunni vegna þessarar þjónustu og gögn útbúin með því sniði að ef sveitarfélagið telur útboðið hagstætt er möguleiki á að koma inn í það. Samþykktin hjá SSH snýr eingöngu að því að starfshópurinn vinni málið áfram með þeim hætti sem þar er lagt til.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir minnisblaði frá félagsmálastjóra um með hvaða hætti Kópavogsbær geti tekið þátt í sameiginlegum rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, þ.m.t. mögulegan kostnað vegna breytinga/uppsögn á gildandi samningum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vísa aftur í orð bæjarstjóra á fundinum.

Guðríður Arnardóttir"

14.1402205 - Samkomulag um rekstrarstyrk milli Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hestamannafélagsins Spretts

Frá bæjarstjóra, lagður fram samningur um rekstrarstyrk vegna nýrrar reiðhallar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu samningsins til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel að samningurinn þurfi að vera skýrari og hefði viljað sjá samninginn grundaðan á ítarlegri gögnum.

Guðríður Arnardóttir"

Deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.

15.1402168 - Naustavör 2-18. Heimild til framsals

Frá fjármálastjóra, dags. 5. febrúar, umsögn um beiðni frá Þróunarfélaginu BRB ehf. sem afsalsgjafa og Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf. sem afsalshafa um framsal á lóðinni Naustavör 2-18, þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

16.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.

Frá sviðsstjórum umhverfissviðs og menntasviðs, dags. 3. febrúar, umsögn um stækkun Tennishallarinnar.

Lagt fram.

17.1210301 - Rekstur sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, afrit af bréfi til heilbrigðisráðherra, dags. 3. febrúar, varðandi verklok sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég lýsi ánægju minni með bréfið og sameiginlegan fund þingmanna og sveitarstjórna vegna málsins.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Ómar Stefánsson og Rannveig Ásgeirsdóttir tóku undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar.

18.14011016 - Tillaga Guðríðar Arnardóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Hjálmars Hjálmarssonar um viðauka við fjárh

Guðríður Arnardóttir lagði fram að nýju tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 23. janúar og var frestað, og óskaði eftir því að hún yrði tekin til afgreiðslu:

"Á fundi bæjarstjórnar þann 14. janúar sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt:

"Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015."

Til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar er starfsmönnum bæjarins falið að kaupa félagslegar íbúðir á árinu og hefja nú þegar undirbúningsvinnu við byggingu tveggja fjölbýlishúsa í bænum. Það má gera ráð fyrir að á árinu 2014 falli til kostnaður umfram fjárhagsáætlun ársins sem nemur allt að 750 milljónum.

Gerð er tillaga til bæjarstjórnar um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014. Hér er um að ræða færslur innan efnahagsreiknings samstæðu og þannig eru heildaráhrif á efnahag samstæðu óveruleg.

Greinargerð með tillögu:

Ekki verður séð af lögum né reglugerðum um fjármál sveitarfélaga að viðauki kalli á endurskoðaða áætlun en hér er um að ræða kreditfærslu á 32-500-1102 og debetfærslu á 58-101-11600.

Til móts við aukin útgjöld skal gert ráð fyrir tekjum af lóðasölu á árinu 2014 kr. 750 milljónir en ekki er gert ráð fyrir slíkum tekjum á áætlun ársins 2014, þótt alltaf hafi þess verið að vænta að tekjur af lóðasölu á árinu yrðu umtalsverðar.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í tillögunni er rætt um að bregðast við neyðarástandi. Til þess að ég og fleiri áttum okkur á við hvað sé átt þegar talað er um ?nú þegar" óska ég eftir því að tillöguflytjendur upplýsi hvað langan tíma það taki að kaupa ?nú þegar" 30-40 íbúðir til þess að bregðast við þessu neyðarástandi?

Ómar Stefánsson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Svarið fer eftir framboði lausra íbúða á markaðnum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í tillögunni felst að það verði hafist handa við að kaupa félagslegar íbúðir nú þegar, en það felst ekki í því að þær verði allar keyptar í einu.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ljóst að ?nú þegar" er að verða jafn teygjanlegt hugtak og strax. Það sér því hvert mannsbarn að hér er ekki verið að hugsa í lausnum heldur að fella pólitískar keilur og byggja svokallaða Kópavogsbrú Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vísa þessari bókun Ómars Stefánssonar til móðurhúsanna.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Til upplýsinga þá er nú þegar búið að kaupa a.m.k. 2 íbúðir í samræmi við fjárhagsáætlun enda stóð aldrei til að slaka á í þeim efnum.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 9:55.  Fundi var fram haldið kl. 10:17.

Tillaga um viðauka var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Tillaga um íbúðakaup og nýbyggingar verður ekki fjármögnuð öðruvísi en með lántöku, því útilokað er að reikna með tekjum af lóðasölu sem hreinum tekjum á móti kostnaði. Þar kemur til að fara þarf í fjárfreka gatnagerð, uppgreiðslu kvaðar upp á 900 milljónir á Glaðheimalandi og flytja þarf áhaldahús bæjarins sem er gróft reiknað allt að 500 milljónir. Þá skal ítrekað að bæjarfulltrúar hafa heitið lánastofnunum og lagt fram í gögnum sínum, að tekjur af lóðasölu sem eru óreglulegar tekjur, færu til niðurgreiðslu skulda. Það voru allir bæjarfulltrúar sammála um.  Undirrituð telja fullkomlega óábyrgt að samþykkja tillögu um veruleg fjárútlát bæjarins sem ekki eru á fjárhagsáætlun og ekki liggja fyrir útreikningar og beinhörð gögn frá tillöguhöfum. Við minnum á endurskoðun Reitunar þar sem  lánshæfismat Kópavogsbæjar var fært úr stöðugum horfum í neikvæðar  og jafnframt er í minnisblaði þeirra að ef þetta er framkvæmt eins og horfir við núna er fyrirséð að lánshæfismat okkar verður lækkað.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10:18. Fundi var fram haldið kl. 10:25.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögur:

"Bæjarráð Kópavogs felur fjármálastjóra (í samvinnu við félagsmálastjóra) að gera tillögu að því með hvaða hætti er best að standa að kaupum á félagslegum íbúðum sbr. Samþykkt bæjarstjórnar frá 14.01.2014. Við tillögugerðina verði einkum skoðað og tekið tillit til:

a)            Hvort og þá með hvaða hætti kaup íbúðanna rúmast innan þess svigrúms sem fjárhagsáætlun 2014 leyfir.

b)           Áætlað heildarverð miðað við eðlilega dreifingu um hverfi bæjarins og yfir árið, og mismunandi stærð íbúða.

c)            Meta (í samræmi við niðurstöðu a)) hvort þörf er á viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupanna.

d)           Meta (eftir því sem hægt er) hvort heppilegt væri að kaupa íbúðirnar eða hluta þeirra með útboðsfyrirkomulagi.

e)           Meta hvort og þá með hvaða hætti íbúðakaup sem þessi (umfram hefðbundin íbúðakaup bæjarsjóðs) hafi áhrif á þróun fasteignaverðs í bænum.

Tillögugerðin ásamt greinargerð liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2014.

Ólafur Þór Gunnarsson, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson"

Og:

"Bæjarráð Kópavogs felur sviðsstjóra umhverfissviðs og deildarstjóra lögfræðideildar að gera tillögu um staðsetningu lóða  vegna byggingar fjölbýlishúsa sem hugsuð eru fyrir leiguíbúðir , sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 14.01.2014. Einnig verði gerð tillaga um með hvaða hætti er heppilegast fyrir sveitarfélagið að leggja til eignir í leigufélag sem stæði að byggingu og rekstri íbúðanna. Einkum verði horft til eftirfarandi þátta:

a)            Möguleikum á að staðsetja húsin nálægt þjónustukjörnum og almenningssamgönguleiðum.

b)           Staðsetningu á fyrirhuguðum endurbóta- og uppbyggingarsvæðum s.s. landfyllingum og endurbótasvæðum á Kársnesi, Auðbrekkusvæðinu, Glaðheimareitnum o.fl.

c)            Hvort skynsamlegt sé að skilgreina hluta íbúðanna sem leiguíbúðir fyrir námsmenn.

d)           Hvort sveitarfélagið geti stuðlað að lækkun byggingarverðs með framlagningu lóða sem eignarhlutar í  leigufélag.

e)           Hvort líklegt sé að eignarhlutur sveitarfélagsins (þ.e. verðmæti lóðanna) yrði skilgreindur sem umtalsverð skuldbinding vegna skuldastöðu/eignastöðu  í skilningi laga 138/2011, kafla VII og VIII.

f)            Hvort sveitarfélagið geti haft frumkvæði að stofnun leigufélags með framkvæmdaaðilum, lífeyrissjóðum, fjármálstofnunum eða öðrum aðilum.

Tillögugerðin ásamt greinargerð liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2014.

Ólafur Þór Gunnarsson, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10:32. Fundi var fram haldið kl. 11:02.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi viðaukatillögu:

"Við lýsum yfir ánægju yfir breyttum vinnubrögðum í þessu máli þar sem nú er horft til svigrúms innan gildandi fjárhagsáætlunar.  Jafnframt eru tillögurnar í anda vinnu þeirrar nefndar sem skipuð var fyrir áramótin. Á vegum þeirrar nefndar er verið að vinna greiningu á húsnæðismarkaði sem tilbúin verður í mánuðinum.  Að auki er starfsmaður nefndarinnar vel inni í öllum þessum málum og var í gagnasöfnun á vegum nefndarinnar.  Eðlilegt getur því talist að sá starfsmaður haldi áfram þeirri vinnu. Við leggjum því til að starfsmanni nefndarinnar verið falið að halda utan um þá vinnu sem fylgir tillögunum ásamt þeirri vinnu sem hafin var í lok síðasta árs.

Viðaukatillaga er því svo hljóðandi:  Jafnframt leggjum við til að starfsmanni nefndar um húsnæðismál verið falið að halda utan um þá vinnu sem fylgir tillögunum ásamt þeirri vinnu sem hafin var í lok síðasta árs.

Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þessi tillaga breytir engu um fyrri samþykkt bæjarstjórnar og nauðsyn þess að leggja fram viðauka í bæjarstjórn sem verður borinn upp á næsta bæjarstjórnarfundi.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ekki í þeim sáttaanda sem þessar tillögur ganga útá.

Ómar Stefánsson"

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögur meirihlutans við báðar tillögurnar með fimm atkvæðum. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur  minnihlutans þannig breyttar með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.